Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Linda Blöndal skrifar 26. desember 2014 13:37 Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“ Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fálkaorðuveiting er hefð frá Danmörku sem kom með fullveldinu 1918. Hún á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. Sigmundur Davíð var þann 13. desember síðastliðinn sæmdur stórkrossinum. Flestir íslenskir forsætisráðherrar hafa verið sæmdir stórkrossi. Þó finnast þeir sem ekki fengu hann, eins og Hermann Jónasson á sjötta áratug síðustu aldar, Benedikt Gröndal, Steingrímur Hermannsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem hafnaði orðunni þegar hún sat í embætti forsætisráðherra. Orðustig Hinnar íslensku fálkaorðu eru fimm talsins. Stórkross eins og sá sem Sigmundur fékk er fjórða hæsta stig en fimmta og æðsta stig er keðja með stórkrossstjörnu sem einungis þjóðhöfðingjar bera. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, segir skoðanir skiptar um orðuveitinguna enda falli hún illa að lýðræðishugmyndum manna í dag. „Íslendingar hafa nú ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta svona vafasamur heiður, sérstaklega að fá þessar æðstu orður. Þetta þótti frekar bera vott um konungshollustu, þetta tengdist konungsvaldinu svona til að byrja með. Þetta er tilbúin hefð sem var flutt inn frá Danmörku,“ segir Guðmundur. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fékk stórriddarakross fálkaorðunnar afhenta fyrr í mánuðinum. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleið frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir eru á einhvern hátt merkilegri en aðrir. Forsætisráðherra fær stórkross, þjóðhöfðingjar fá ennþá stærri kross með keðjum og svo framvegis. Þetta er kannski ekkert gríðarlega lýðræðislegt og tengist ekki okkar lýðræðishugmyndum í dag og á sér auðvitað rætur í samfélagi sem er löngu horfið sem betur fer.“
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Fjölmiðlum ekki tilkynnt um athöfnina. 25. desember 2014 13:24 Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Allir forsætisráðherrar nema fjórir hafa verið sæmdir fálkaorðu "Ekkert leyndó í gangi," segir aðstoðarmaður forsætisráðherra. 25. desember 2014 16:50