Útlit fyrir hvít, köld og vindasöm jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2014 13:37 Páll Bergþórsson spáir hvítum jólum. Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu. Veður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu.
Veður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira