Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2014 20:00 Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín. Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín.
Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12