Pétur Blöndal sækist eftir ráðherrastóli Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 10:59 Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Þingmaðurinn Pétur Blöndal hefur tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hann sækist eftir ráðherrastóli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem mun hætta sem innanríkisráðherra á næstu misserum. Pétur ræddi við Bjarna Benediktsson um málið á laugardaginn. „Ég sagði honum að ég myndi ekki skorast undan þeirri ábyrgð,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur var fyrst kosinn á Alþingi árið 1995 og hefur setið þar samfleytt í 19 ár. Í prófkjöri sameinaðrar Reykjavíkur fyrir síðust kosningar var hann í þriðja sæti, Hanna Birna í því fyrsta og Illugi Gunnarsson í öðru. „Þannig að þegar Hanna Birna hættir verða bæði kjördæmin í Reykjavík bara með einn ráðherra, ef að ég fer ekki inn.“ Pétur segir það því mögulega vera anga af hinu lýðræðislega ferli, að hann verði ráðherra. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka sem er með mjög víðtæk prófkjör og er þar af leyti, að mínu mati, mjög lýðræðislegur. Með vana á listum. Þegar menn hafa svona prófkjör verður að horfa til þeirra.“ Mikil umræða hefur átt sér stað um að kona verði skipuð í ráðherrasæti. Meðal annarra hefur stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna skorað á Bjarna Ben að skipa konu í embætti innanríkisráðherra. „Niðurstaða prófkjörs og niðurstaða kosninga var nú bara þannig, að kjósandinn vildi ekki hafa mikið kynjajafnrétti, því miður. Það þarf að hafa það í huga. Ef að fleiri konur hefðu orðið þingmenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri væntanlega betra jafnvægi á ráðherralistanum.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira