Ertu með of háan blóðþrýsting? Rikka skrifar 5. nóvember 2014 11:30 visir/getty Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana. Heilsa Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist
Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.
Heilsa Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist