Ertu með of háan blóðþrýsting? Rikka skrifar 5. nóvember 2014 11:30 visir/getty Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana. Heilsa Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning
Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.
Heilsa Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning