Forystuhlutverk íslensks sjávarútvegs Ketill Berg Magnússon skrifar 30. október 2014 15:11 Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsábyrgð í sjávarútvegi snýst um að fyrirtæki í geiranum hafi jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Það gera þau með því að minnka neikvæðu áhrifin sem reksturinn hefur, t.d. með því að ganga vel um lífríki hafsins og koma fram af virðingu við fólk. Samfélagsábyrgðin snýst einnig um að fyrirtækin hafi uppbyggjandi áhrif á samfélagsþróun, þrói nýjar vörur og þjónstu, og hreinlega starfi þannig að það skapi aukið virði fyrir reksturinn og samfélagið í heild. Fullyrða má að mörg íslensk útvegsfyrirtæki hafi á ýmsum sviðum í gegnum tíðina sýnt mikla samfélagsábyrgð í sínum störfum. Þau hafa verið burðarás í samfélögum og látið gott af sér leiða á fjölbreyttan hátt. Þau hafa aukið öryggi sjómanna, bætt aðbúnað starfsmanna í landi, stutt við byggðalög og mannlífið þar og aukið gæði afurða. Að hluta til felst verkefni þeirra því í því að draga betur fram og segja frá því jákvæða sem fyrirtæki í sjávarútvegi standa fyrir. Tækifærin felst einnig í að fyrirtæki í sjávarútvegi skoði starfsemi sína með gagnrýnum hætti og spyrji hvernig þau geti náð enn betri árangri í umgengni við náttúruna og samfélögin þar sem þau starfa. Að þau skoði alla virðiskeðjuna; frá áhrifum veiðafæra á hafsbotninn, meðferð og nýtingu aflans, mengun og spilliefnanotkun flotans, skiptingu virðisaukans milli veiða- , vinnslustarfsfólks, eigenda fyrirtækjanna og eiganda auðlindarinnar, rekjanleika afurða, kolefnislosun við flutning á markað og upplýsingagjöf við erlenda kaupendur sjávarafurða. Slík naflaskoðun getur haft í för með sér umtalsverðan hagsæld til handa fyrirtækjum í sjávarútvegi til lengri tíma, t.a.m. einfaldari verkferla, minni kostnað, aukið traust hagsmunaaðila og þar með hraðari, einfaldari og hagkvæmari viðskipti, aukið stolt og traust starfsmanna og fyrirtækin geta einnig öðlast betri skilning á neysluvenjum þeirra sem á endanum kaupa og neyta sjávarafurða. Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eiga það sammerkt með fyrirtækjum á öðrum sviðum út um allan heim að rekstrarumhverfi þeirra er að breytast. Verð á aðföngum hækkar jafnt og þétt og krafa almennings um aukið gagnsæi og ábyrga starfshætti verður sífellt háværari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru leiðandi á sínu sviði á heimsvísu þegar kemur að afköstum, og rekstri. Til að halda leiðtogahlutverki sínu þurfa þau að gera árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum markvissari og sýnilegri. Það mun verða þeim og samfélaginu til heilla.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun