Alfreð fékk ekki margar mínútur í tapi Sociedad Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 00:01 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn. Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Alfreð Finnbogason þurfti að sætta sig að byrja á bekknum og það að koma ekki inná fyrr en á 84. mínútu þegar lið hans Real Sociedad tapaði 0-1 í kvöld á heimavelli á móti Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Staða Real Sociedad í botnbaráttunni batnaði ekki við þetta en liðið hefur nú ekki unnið í síðustu átta deildarleikjum sínum og aðeins náð í samtals sex stig í fyrstu tíu umferðunum. Stuðningsmenn liðsins púuðu líka á sína menn í San Sebastián í kvöld. Alfreð var búinn að byrja tvo síðustu leiki Real Sociedad en hann á enn eftir að skora fyrir liðið og það breytist að sjálfsögðu ekki á meðan hann þarf að dúsa svona mikið á bekknum. Jagoba Arrasate, þjálfari Real Sociedad, lét Carlos Vela byrja sem fremsta mann en framherjarnir Alfreð og Imanol Agirretxe byrjuðu báðir á bekknum. Fyrri hálfleikurinn var hrútleiðinlegur og bauð ekki upp á neitt spennandi en það var meira um að vera í seinni hálfleiknum. Juanmi skoraði mark Málága á 72. mínútu eftir skyndisókn og frábæran undirbúning Marokkómannsins Nordin Amrabat. Arrasate setti Imanol Agirretxe inn á völlinn á 67. mínútu og færði Carlos Vela út á kantinn en þjálfarinn var lengi að bæta við manni í sóknina. Alfreð hitaði heillengi upp á hliðarlínunni og fékk loksins að koma inná völlinn á 84. mínútu. Íslenski framherjinn fékk fimm mínútna uppbótartíma en tókst ekki að skora frekar en félögum hans. Alfreð lét strax finna fyrir sér og Real Sociedad skoraði fljótlega en markið var dæmt af vegna þess að Alfreð var dæmdur brotlegur. Málaga fékk besta færið eftir að Alfreð kom inná völlinn en Sergi Darder skaut þá í stöngina í uppbótartíma. Þjálfarastóll Jagoba Arrasate er nú orðinn sjóðheitur og það eru háværar sögusagnir í gangi um að hann verði rekinn og David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, taki við baskaliðinu í staðinn.
Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira