Elsku Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 21. október 2014 14:55 Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Elsku Illugi, Við vonum að þér hafi gefist færi á því að lesa okkar seinasta bréf og hafir notið góðs af því, auk þess sem við vonum að það hafi gefið þér betri innsýn í hugrenningar okkar. Ef þér hefur ljáðst að lesa bréfið þá mælum við með því að þú gerir það sem fyrst, því í þessari viku hefur Samband íslenskra framhaldsskólanema ákveðið að hafa þemaviku tileinkaða þér. Við munum skrifa þér eitt bréf á dag út vikuna og til þess að ná heildarmyndinni mælumst við til að þú lesir þau öll. Í nýútkominni Hvítbók þinni um umbætur í menntun eru sett fram háleit markmið. Eitt af þeim markmiðum er stytting náms til framhaldsskóla. Sú stytting felur í sér að stytta námstímann úr fjórum árum í þrjú ár. SÍF er ekki andsnúið styttingu námstíma og þar að leiðandi ekki andsnúið styttingu náms til framhaldsskóla. Það mætti segja að SÍF styðji styttingu náms til framhaldsskóla, hins vegar þá styðjum við fremur fjölbreytileika í námi. Þú, Illugi, hefur talað fyrir fjölbreytni í námi en við í SÍF teljum að með því að skylda alla framhaldsskóla til þess að innleiða styttinguna ert þú að skerða fjölbreytileika í námi til muna. Við skiljum þau rök að með styttingu megi búast við talsverðum sparnaði en ekki eru neinar haldbærar heimildir um að sú verði raunin. Töluverður kostnaður fylgir því fyrir skólana að endurskipuleggja heilu námsbrautirnar. Kvennaskólinn í Reykjavík var einn af fyrstu skólunum til þess að innleiða nýtt námskerfi sem fól í sér styttingu námstímans. Ásdís Ingólfsdóttir, kennari við Kvennaskólann skrifaði grein inn á vefsvæði Félags framhaldsskólakennara í febrúar fyrr á þessu ári. Í greininni talar Ásdís um yfirlýsingu þína, að þegar framhaldsskólar væru búnir að innleiða ný lög og stytta nám myndu þeir fjármunir sem spöruðust skila sér inn í skólana og beint í vasa kennara. Fjármunirnir yrðu nýttir til að bæta launastöðu þeirra sem og styrkja rekstur skólanna. Sú hefur ekki orðið raunin í Kvennaskólanum, er hann nú rekinn með halla og safnar skuldum. Ásdís talar einnig um aðra skóla í sömu aðstæðum má þá ganga út frá því að ekki sé þetta einsdæmi. Einnig viljum við benda á það ósamræmi á skipulagi áfanga milli skólanna. Ekki er neitt staðlað kerfi sem segir til um hvernig áfangarnir skuli vera uppbyggðir. Það gerir töluvert erfiðara fyrir skóla að bregðast við þeim breytingum sem eru í vændum. Hafa fagaðilar kallað eftir meira samráði og tökum við í SÍF undir með þeim að því hafi verið ábótavant. Þegar innleiða á jafnumfangsmiklar breytingar er mikilvægt að samráð sé haft við alla og að sátt ríki um komandi skref. Elsku Illugi, fjölbreytni í námi er lykillinn af farsælu skólastarfi, spennandi og aðlaðandi námsumhverfi en það jafngildir heilbrigðari og ánægðari nemendum. Nauðsynlegt er að ekki verði misst sjónar á mikilvægi fjöbreytileika náms þegar rætt er um styttingu náms til framhaldsskóla. Álag er talinn mjög stór þáttur í brotthvarfi nemenda, álag sem skapast af einsleitu og oft heftandi námi sem er í sama mund mjög krefjandi, en engar áhyggjur við komum að því í næsta bréfi.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar