791 Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 22. október 2014 15:26 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. Jafngildir það því að allir nemendur Flensborgarskólans myndu hætta. Menntamálaráðuneytið hefur nú látið greina ástæður brotthvarfsins og gefið út skýrslu um efnið. Brotthvarf frá námi hefur verið vandamál um áraraðir en loksins virðist sem að taka eigi á málum. Heildarfjöldi nemenda sem hverfa frá námi er hvergi eins hár og á Íslandi samanborið við nágrannalöndin. Þegar rýnt er í tölurnar og litið í skýrslur frá OECD um fjölda útskrifaðra úr framhaldsskóla má sjá að við sitjum í 2. sæti af 29 löndum yfir fjölda útskrifaðara stúlkna en 20. sæti af 29 löndum yfir útskrifaða pilta. Ef ekki verður tekið á þessu alvarlega vandamáli gætum við séð félagslega og efnahagslega einangrun karla frá samfélaginu á komandi áratugum. Í skýrslu menntamálaráðuneytisins koma margar ástæður fram fyrir því hvers vegna nemendur hætta. 95 hættu til þess að vinna, 58 fannst námið tilgangslaust og 77 hættu vegna andlegra veikinda. Það er umhugsunarefni hve margir eldri nemendur hættu námi en 40% þeirra sem hættu voru nemendur eldri en 20 ára. Öllum ætti að vera ljóst að koma þarf til móts við þennan hóp. Í skýrslunni er talað um eflingu náms- og starfsráðgjafar sérstaklega hjá eldri nemendum og fagnar SÍF því. Hins vegar ganga nýjar hugmyndir ráðherra um að útiloka þá sem eru eldri en 25 frá framahaldsskólunum í berhögg við þá hugmyndafræði að reyna að hjálpa þessum nemendum við að ljúka framhaldsskóla. Það sem stingur kannski hvað mest er hve margir nemendur mæta ekki í skólann. Stærsta einstaka ástæða þess að nemendur hverfa frá námi er brottrekstur úr skóla um 250 eða 30% nemenda. Ástæða brottreksturs er nánast undantekningarlaust léleg mæting. En hvers vegna mæta þessir nemendur ekki skólann? Kvíði er mjög stórt vandamál hjá nemendum og hefur hann aukist á síðustu árum samkvæmt rannsóknunum. Helst það líklega í hendur við hve margir falla úr námi vegna andlegra veikinda. Frestunarárátta er fyrirbæri sem mjög margir nemendur á framhaldsskólastigi kannast við. Eins og tekið var fram í byrjun bréfsins voru 791 nemandi sem skilaði sér ekki til prófa eða í aðra skóla seinastliðið vor. Við í SÍF neitum að trúa að aðgerðir til að lækka meðalaldur í framhaldsskóla með því t.d. að meina nemendum eldri en 25 ára aðgöngu gangi framar aðgerðum til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskólum. Samband íslenskra framhaldsskólanema óskar hér með eftir frekari aðgerðum til að sporna við brotthvarfi og meira samráði milli Menntamálaráðaneytisins og SÍF í þessum efnum. Við viljum efla tengsl okkar og taka þátt í verkefnum, vinnuhópum og rannsóknum er snúa að brotthvarfi. Kæri Illugi, til gríðarlega mikils er að vinna og vonum við að við komum ekki að lokuðum dyrum þínum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar