Virðulegi Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 23. október 2014 10:41 Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun