Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 24. október 2014 10:18 Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar.
Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun