Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 21:45 Birkir Bjarnason. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira