Ari Freyr: Lendi örugglega einhvern tímann einn á einn á móti Robben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Ari Freyr Skúlason. Vísir/Vilhelm Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Ari Freyr Skúlason fær krefjandi verkefni í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið tekur á móti bronsliði Hollendinga frá Heimsmeistaramótinu í Brasilíu síðasta sumar. Arjen Robben spilar vanalega út á hægri kantinum sem þýðir að það kemur væntanlega í hlut Ara að stoppa hann á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það verður annaðhvort Robben eða einhver annar. Maður bara tekur því sem kemur," segir Ari en hann fylgdist eins og aðrir með því þegar Arjen Robben spilaði frábærlega með hollenska landsliðinu á HM í Brasilíu. „Þessi maður hjólaði sig fram og til baka í gegnum heimsmeistaramótið en okkar liðsheild mun glíma við þetta saman. Við munum hjálpa hverjum öðrum og það mun koma okkur áfram," segir Ari óhræddur. „Það kemur örugglega fyrir einhvern tímann að ég lendi einn á einn á móti Robben. Þetta verður krefjandi en mjög gaman," sagði Ari Freyr. Íslenska liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum jafnframt því að skora sex mörk. „Þetta sýnir hvers konar liðsheild við erum með og leikmenn á borð við Gylfa og Kolla sem geta skorað hvenær sem er. Svo erum við þéttir til baka og duglegir að vinna fyrir hvern annan. Við erum búnir að vinna með það í tvö og hálft ár og nú erum við fara upp," sagði Ari. Ari fær mikið að taka þátt í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég get ekki alltaf farið fram. Við þurfum að horfa á hvorn annan og sjá hver er framar því við megum ekki skilja Ragga og Kára eftir í súpunni," segir Ari Freyr og nefnir þar hinn bakvörðinn Theódór Elmar Bjarnason sem tekur líka virkan þátt í sóknarleiknum. En má hann eitthvað fara fram völlinn á móti Hollendingum í kvöld? „Því meira sem að maður sækir því meira þurfa þeir að verjast," svarar Ari kokhraustir og hann er ánægður í landsliðinu. „Þetta er gríðarlega gaman. Ég er búinn að vera með í þessu í þrjú ár og það er æðislegt að fá að kynnast þessum strákum og vera með þeim allan þennan tíma," sagði Ari. „Mér finnst taktíkin og leikirnir sjálfir hafa gengið upp hundrað prósent. Við tókum Tyrkina alveg útaf laginu með því hvernig við vorum sem liðsheild og svo tóku einstaklingsframtökin yfir í þessum þremur mörkum. Ef við höldum okkar striki áfram, trúum áfram á okkur og höldum áfram að berjast fyrir hvern annan þá mun þetta ganga vel," sagði Ari.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira