Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 32-33 | Fyrsti sigur meistaranna Birgir H. Stefánsson í íþróttahöllinni skrifar 5. október 2014 14:42 Sverre Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson og félagar töpuðu í dag. vísir/stefán Það hefur líklegast ekki gerst oft undanfarin ár að það séu aðeins þrir dagar milli deildarleikja en það var raunin á Akureyri í dag þegar heimamenn tóku á móti ÍBV, fjölgun liða fækkar dögum milli leikja. Heimamenn mættu með sama hóp til leiks og í síðustu umferð en hjá ÍBV bættust þeir Guðni Ingvarsson og Agnar Smári Jónsson á meiðslalista félagsins. Það hafði þau áhrif að ÍBV mætti norður án þess að vera með línumann í hópnum þar sem Sindri Haraldsson er einnig fjarverandi hjá ÍBV. Reynsluboltinn Magnús Stefánsson tók það að sér að vera línumaður Eyjamanna í dag en það eru líklegast til betri staðir til að prófa að skella sér inn á línu en á Akureyri þar sem þeir Ingimundur Ingimundarson og Sverre Andreas Jakobsson taka á móti þér. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og spennandi, heimamenn voru í heild betra liðið en Eyjamenn fundu taktinn undir lok hálfleiksins og hefðu getað farið inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot en smávægileg byrjendamistök Magnúsar Stefánssonar inn á línu og langskot Sverre varð til þess að liðin fóru jöfn inn í klefa, 14-14. Í seinni Hálfleiknum voru leikmenn ÍBV oftar en ekki skrefi á undan heimamönnum, leiddu leikinn svo gott sem allan hálfleikinn og lönduðu á endanum sigri sem verður að teljast sanngjarn. Það verður seint talað um leik dagsins sem leik markmanna, allir fjórir á skýrslu fengu tækifæri en aðeins tveir náðu að verja og það samtals 14 skot. Tomas Olason byrjaði leikinn vel en hvarf svo alveg á meðan Kolbeinn Aron Arnarson var alls ekki að finna sig í marki ÍBV lengi vel en átti mikilvægar vörslur á lokakaflanum sem áttu sinn þátt í því að ríkjandi Íslandsmeistarar eru ekki lengur án sigurs, sem verður að teljast nokkuð afrek miðað við hvað vantaði í hópinn fyrir leik.Gunnar Magnússon: Vorum ekki í neinni krísu „Auðvitað er þetta léttir en við vorum ekki í neinni krísu,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV strax eftir leik. „Við vorum búnir að spila þrjá leiki góða af fjórum þannig að við vorum bara fókuseraðir og rólegir yfir þessu. Ég er alveg ótrúlega ánægður með strákana, allir sem komu inná voru frábærir þannig að þetta er bara virkilega ánægjulegt.“Þú mættir norður með nokkuð vængbrotið lið hér í dag „Já en það voru allir frábærir. Maður er kannski ekki alveg nógu ánægður með markmennina en það var þannig báðu megin og þótt að gömlu refirnir hafi verið frábærir þá verð ég bara að nefna ungu strákana. Hákon Daði Styrmisson, Dagur Arnarsson og Svavar Kári Grétarsson voru alveg stórkostlegir í dag. Hvernig þeir spiluðu hér síðustu tíu eins og þeir væru með þvílíka reynslu. Strákar sem eru í 2. og 3. Flokki, er stoltur af þeim. Sama á við um karakterinn hjá mínum strákum í dag, við vissum að við værum vængbrotnir en við ætluðum ekkert að væla yfir því. Planið var að koma norður og sækja tvö stig, það tókst.“Sverre Jakobsson: Ekki kjaftur sem vældi þá og ég ætla ekki að byrja á því núna „Fyrsta korterið var alveg í lagi,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson þungur á brún eftir leik. „Við vorum að leiða leikinn, með markvörslu og eitthvað þéttari en ég veit það ekki. Ég bara hreinlega skil það ekki svona strax eftir leik hvað klikkaði, það var í raun bara ekkert í gangi. Sama hvað við vorum að reyna þá gekk það illa upp. Það er lítið hægt að setja út á það að skora 32 mörk.“Það er samt erfitt að vinna leiki þegar markvarslan er ekki til staðar. „Já, en ég ætla ekki að kenna markmönnum um, varnarleikurinn er greinilega ekki í lagi og við sem spilum hann verðum að taka ábyrgð á því. Það vantaði mikið upp á karakterinn sem á að vera í þessu liði, við duttum ærlega á rassgatið.“Þrír dagar á milli leikja, getur það verið að hafa áhrif? „Nei, ég ætla ekki að nota það tromp núna. Við eigum alveg að geta undirbúið okkur andlega og líkamlega fyrir svona leiki. Við gerðum það um daginn og þá fórum við með rútu í báða leikina, það var ekki kjaftur sem vældi þá og ég ætla ekki að byrja á því núna. Ef þú ert að spá í okkur eldri þá er nú ekki margir mánuðir síðan við spiluðum á stórmóti og þá annan hvern dag. Ég ætla ekki á það lágt plan að kenna þreytu um, við vorum bara lélegir og mér þykir það afskaplega leitt fyrir félagið og þá áhorendur sem komu og vildu sjá eitthvað allt annað.“ Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Það hefur líklegast ekki gerst oft undanfarin ár að það séu aðeins þrir dagar milli deildarleikja en það var raunin á Akureyri í dag þegar heimamenn tóku á móti ÍBV, fjölgun liða fækkar dögum milli leikja. Heimamenn mættu með sama hóp til leiks og í síðustu umferð en hjá ÍBV bættust þeir Guðni Ingvarsson og Agnar Smári Jónsson á meiðslalista félagsins. Það hafði þau áhrif að ÍBV mætti norður án þess að vera með línumann í hópnum þar sem Sindri Haraldsson er einnig fjarverandi hjá ÍBV. Reynsluboltinn Magnús Stefánsson tók það að sér að vera línumaður Eyjamanna í dag en það eru líklegast til betri staðir til að prófa að skella sér inn á línu en á Akureyri þar sem þeir Ingimundur Ingimundarson og Sverre Andreas Jakobsson taka á móti þér. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og spennandi, heimamenn voru í heild betra liðið en Eyjamenn fundu taktinn undir lok hálfleiksins og hefðu getað farið inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot en smávægileg byrjendamistök Magnúsar Stefánssonar inn á línu og langskot Sverre varð til þess að liðin fóru jöfn inn í klefa, 14-14. Í seinni Hálfleiknum voru leikmenn ÍBV oftar en ekki skrefi á undan heimamönnum, leiddu leikinn svo gott sem allan hálfleikinn og lönduðu á endanum sigri sem verður að teljast sanngjarn. Það verður seint talað um leik dagsins sem leik markmanna, allir fjórir á skýrslu fengu tækifæri en aðeins tveir náðu að verja og það samtals 14 skot. Tomas Olason byrjaði leikinn vel en hvarf svo alveg á meðan Kolbeinn Aron Arnarson var alls ekki að finna sig í marki ÍBV lengi vel en átti mikilvægar vörslur á lokakaflanum sem áttu sinn þátt í því að ríkjandi Íslandsmeistarar eru ekki lengur án sigurs, sem verður að teljast nokkuð afrek miðað við hvað vantaði í hópinn fyrir leik.Gunnar Magnússon: Vorum ekki í neinni krísu „Auðvitað er þetta léttir en við vorum ekki í neinni krísu,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV strax eftir leik. „Við vorum búnir að spila þrjá leiki góða af fjórum þannig að við vorum bara fókuseraðir og rólegir yfir þessu. Ég er alveg ótrúlega ánægður með strákana, allir sem komu inná voru frábærir þannig að þetta er bara virkilega ánægjulegt.“Þú mættir norður með nokkuð vængbrotið lið hér í dag „Já en það voru allir frábærir. Maður er kannski ekki alveg nógu ánægður með markmennina en það var þannig báðu megin og þótt að gömlu refirnir hafi verið frábærir þá verð ég bara að nefna ungu strákana. Hákon Daði Styrmisson, Dagur Arnarsson og Svavar Kári Grétarsson voru alveg stórkostlegir í dag. Hvernig þeir spiluðu hér síðustu tíu eins og þeir væru með þvílíka reynslu. Strákar sem eru í 2. og 3. Flokki, er stoltur af þeim. Sama á við um karakterinn hjá mínum strákum í dag, við vissum að við værum vængbrotnir en við ætluðum ekkert að væla yfir því. Planið var að koma norður og sækja tvö stig, það tókst.“Sverre Jakobsson: Ekki kjaftur sem vældi þá og ég ætla ekki að byrja á því núna „Fyrsta korterið var alveg í lagi,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson þungur á brún eftir leik. „Við vorum að leiða leikinn, með markvörslu og eitthvað þéttari en ég veit það ekki. Ég bara hreinlega skil það ekki svona strax eftir leik hvað klikkaði, það var í raun bara ekkert í gangi. Sama hvað við vorum að reyna þá gekk það illa upp. Það er lítið hægt að setja út á það að skora 32 mörk.“Það er samt erfitt að vinna leiki þegar markvarslan er ekki til staðar. „Já, en ég ætla ekki að kenna markmönnum um, varnarleikurinn er greinilega ekki í lagi og við sem spilum hann verðum að taka ábyrgð á því. Það vantaði mikið upp á karakterinn sem á að vera í þessu liði, við duttum ærlega á rassgatið.“Þrír dagar á milli leikja, getur það verið að hafa áhrif? „Nei, ég ætla ekki að nota það tromp núna. Við eigum alveg að geta undirbúið okkur andlega og líkamlega fyrir svona leiki. Við gerðum það um daginn og þá fórum við með rútu í báða leikina, það var ekki kjaftur sem vældi þá og ég ætla ekki að byrja á því núna. Ef þú ert að spá í okkur eldri þá er nú ekki margir mánuðir síðan við spiluðum á stórmóti og þá annan hvern dag. Ég ætla ekki á það lágt plan að kenna þreytu um, við vorum bara lélegir og mér þykir það afskaplega leitt fyrir félagið og þá áhorendur sem komu og vildu sjá eitthvað allt annað.“
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira