40 ár síðan Jón Oddur og Jón Bjarni kom út Hjörtur Hjartarson skrifar 5. október 2014 19:45 Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“