Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 29-28 | Annar sigur Íslandsmeistaranna í röð Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 9. október 2014 18:22 Eyjamenn unnu sinn annan sigur í röð og sinn fyrsta sigur á heimavelli. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu eins marks sigur á Stjörnumönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 29:28 en Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik 13:14. Eyjamenn léku með öllu sterkara lið í kvöld en nokkra menn vantaði í liðið í síðustu umferð. Agnar Smári Jónsson, Grétar Þór Eyþórsson og Guðni Ingvarsson voru allir komnir til baka.Þórir Ólafsson tók út leikbann en honum var vikið af velli undir lok leiks Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum. Starri Friðriksson spilaði því í hægra horninu en hann skoraði níu mörk í leiknum.Egill Magnússon, ung skytta Stjörnunnar, hafði spilað vel í vetur en hann byrjaði leikinn mjög vel og var kominn með þrjú mörk úr fyrstu þremur skotunum. Það hallaði heldur betur undan fæti hjá honum en af næstu níu skotum rataði aðeins eitt í netið. Eyjamenn leyfðu ungu strákunum, sem stóðu sig svo vel gegn Akureyri, að byrja leikinn en þeir komu sér ekki í takt við leikinn. Stjörnumenn leiddu með fimm mörkum í nokkurn tíma. Í stöðunni 4:9 fyrir gestunum skoruðu Eyjamenn sjö mörk gegn einu. Á þessum kafla sáust allar bestu hliðar Eyjamanna og gott betur en það. Markvarsla liðsins hafði verið lítil sem engin en Henrik Vikan Eidsvag átti heldur betur stórleik í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur af seinustu sex mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eins og áður segir 13:14. Í síðari hálfleik var mikið jafnræði á með liðunum en þau skiptust á að taka forystu, þegar Eyjamenn skoruðu þrjú hraðaupphlaup á stuttum tíma komust þeir yfir. Þá má segja að allt hafi gengið upp hjá heimamönnum en Henrik Eidsvag varði meðal annars vítakast frá Starra. Eyjamenn héldu forystunni í nokkurn tíma en Stjörnumenn virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Það munaði gríðarlega mikið um það að Egill Magnússon náði sér ekki á strik. Hann lék vel á upphafsmínútunum en var ekki að finna sig restina af leiknum. Eyjamenn nýttu sína seinustu sókn frábærlega og minnti Agnar Smári Jónsson á sig. Stjörnumönnum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn en Eyjamenn gerðu vel og tóku Egil úr umferð, þá virtust Stjörnumenn vera ráðalausir.Gunnar Magnússon: Stjarnan á eftir að stela fullt af stigum „Þetta var ótrúlega sterkur sigur og líka bara mikilvægur, fyrsti heimasigurinn. Ég er ánægður með strákana og karakterinn í lokin, en þetta var erfitt því að við fórum illa að ráði okkar þegar við vorum komnir fjórum mörkum yfir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir eins marks sigur gegn Stjörnunni. „Stjarnan er með frábært lið, þeir eiga eftir að stela fullt af stigum. Auðvitað verðum við að vinna einhverja leiki hérna heima en Stjarnan er með frábært lið og við berum mikla virðingu fyrir þeim.“ Gunnar sagði að liðið hefði verið lengi að finna taktinn en Stjörnumenn leiddu 3:8 eftir um það bil tíu mínútur. Hann sagði Henrik Vikan Eidsvag hafa komið sterkan inn og mikið hafi munað um að fá einhverja markvörslu. „Kolbeinn var góður á móti Aftureldingu og Henrik hér í dag. Nú viljum við fá stöðugleika en við erum með þrjá fína markmenn. Það er mikilvægt að fá þessa markvörslu í dag, ekki spurning.“ „Við vissum að þetta yrði erfitt, það eru margir ungir strákar búnir að fá að spila og þeir bæta sig mikið. Við höfum fengið mikið út úr þessari byrjun, fimm stig og búnir að auka breiddina í liðinu,“ sagði Gunnar að lokum en hann bætti við að liðið ætlaði einnig að safna fleiri stigum í næstu leikjum.Skúli Gunnsteinsson: Væri spennandi að kynnast fleiri dómarapörum „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað leiknum, mér fannst við koma gríðarlega sterkir til baka og áttum tækifæri til þess að klára þetta. Það voru hlutir í leiknum sem féllu ekki okkar megin og því fór sem fór,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. „Mér finnst mjög flottur karakter í strákunum, þetta er flott lið og fín liðsheild. Við lentum í nokkrum brekkum, við lentum í miklum brottrekstrum oft á vondum tímum og náðum að standa það ótrúlega vel af okkur. Ég er svekktur en mjög ánægður með strákana, við viljum fara að vinna þessa leiki.“ Stjörnumenn voru yfir 3:8 eftir tíu mínútur en Eyjamenn voru búnir að jafna eftir um tuttugu mínútur, við spurðum Skúla út í málið. „Dómarinn tekur einn leikmann út af hjá okkur sex mínútur í röð. Hvort það var allt rétt veit ég ekki, en það var auðvitað ástæðan. Við misstum leikinn frá okkur, það er ekki auðvelt að vera einum færri sex mínútur í röð hérna úti í Eyjum.“ „Það væri mjög spennandi að kynnast fleiri dómarapörum, við erum búnir að hafa mikið sömu dómarana í leikjum. Ég veit að þessir strákar hafa metnað til þess að vera góðir dómarar, þeir geta átt sína góðu og slæmu daga. Ég ætla ekki að vera að tjá mig um það hérna, við töpuðum leiknum það er þannig,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Eyjamenn unnu eins marks sigur á Stjörnumönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 29:28 en Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik 13:14. Eyjamenn léku með öllu sterkara lið í kvöld en nokkra menn vantaði í liðið í síðustu umferð. Agnar Smári Jónsson, Grétar Þór Eyþórsson og Guðni Ingvarsson voru allir komnir til baka.Þórir Ólafsson tók út leikbann en honum var vikið af velli undir lok leiks Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum. Starri Friðriksson spilaði því í hægra horninu en hann skoraði níu mörk í leiknum.Egill Magnússon, ung skytta Stjörnunnar, hafði spilað vel í vetur en hann byrjaði leikinn mjög vel og var kominn með þrjú mörk úr fyrstu þremur skotunum. Það hallaði heldur betur undan fæti hjá honum en af næstu níu skotum rataði aðeins eitt í netið. Eyjamenn leyfðu ungu strákunum, sem stóðu sig svo vel gegn Akureyri, að byrja leikinn en þeir komu sér ekki í takt við leikinn. Stjörnumenn leiddu með fimm mörkum í nokkurn tíma. Í stöðunni 4:9 fyrir gestunum skoruðu Eyjamenn sjö mörk gegn einu. Á þessum kafla sáust allar bestu hliðar Eyjamanna og gott betur en það. Markvarsla liðsins hafði verið lítil sem engin en Henrik Vikan Eidsvag átti heldur betur stórleik í dag. Stjörnumenn skoruðu fjögur af seinustu sex mörkum fyrri hálfleiks og leiddu eins og áður segir 13:14. Í síðari hálfleik var mikið jafnræði á með liðunum en þau skiptust á að taka forystu, þegar Eyjamenn skoruðu þrjú hraðaupphlaup á stuttum tíma komust þeir yfir. Þá má segja að allt hafi gengið upp hjá heimamönnum en Henrik Eidsvag varði meðal annars vítakast frá Starra. Eyjamenn héldu forystunni í nokkurn tíma en Stjörnumenn virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Það munaði gríðarlega mikið um það að Egill Magnússon náði sér ekki á strik. Hann lék vel á upphafsmínútunum en var ekki að finna sig restina af leiknum. Eyjamenn nýttu sína seinustu sókn frábærlega og minnti Agnar Smári Jónsson á sig. Stjörnumönnum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn en Eyjamenn gerðu vel og tóku Egil úr umferð, þá virtust Stjörnumenn vera ráðalausir.Gunnar Magnússon: Stjarnan á eftir að stela fullt af stigum „Þetta var ótrúlega sterkur sigur og líka bara mikilvægur, fyrsti heimasigurinn. Ég er ánægður með strákana og karakterinn í lokin, en þetta var erfitt því að við fórum illa að ráði okkar þegar við vorum komnir fjórum mörkum yfir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir eins marks sigur gegn Stjörnunni. „Stjarnan er með frábært lið, þeir eiga eftir að stela fullt af stigum. Auðvitað verðum við að vinna einhverja leiki hérna heima en Stjarnan er með frábært lið og við berum mikla virðingu fyrir þeim.“ Gunnar sagði að liðið hefði verið lengi að finna taktinn en Stjörnumenn leiddu 3:8 eftir um það bil tíu mínútur. Hann sagði Henrik Vikan Eidsvag hafa komið sterkan inn og mikið hafi munað um að fá einhverja markvörslu. „Kolbeinn var góður á móti Aftureldingu og Henrik hér í dag. Nú viljum við fá stöðugleika en við erum með þrjá fína markmenn. Það er mikilvægt að fá þessa markvörslu í dag, ekki spurning.“ „Við vissum að þetta yrði erfitt, það eru margir ungir strákar búnir að fá að spila og þeir bæta sig mikið. Við höfum fengið mikið út úr þessari byrjun, fimm stig og búnir að auka breiddina í liðinu,“ sagði Gunnar að lokum en hann bætti við að liðið ætlaði einnig að safna fleiri stigum í næstu leikjum.Skúli Gunnsteinsson: Væri spennandi að kynnast fleiri dómarapörum „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað leiknum, mér fannst við koma gríðarlega sterkir til baka og áttum tækifæri til þess að klára þetta. Það voru hlutir í leiknum sem féllu ekki okkar megin og því fór sem fór,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sárt tap í Vestmannaeyjum. „Mér finnst mjög flottur karakter í strákunum, þetta er flott lið og fín liðsheild. Við lentum í nokkrum brekkum, við lentum í miklum brottrekstrum oft á vondum tímum og náðum að standa það ótrúlega vel af okkur. Ég er svekktur en mjög ánægður með strákana, við viljum fara að vinna þessa leiki.“ Stjörnumenn voru yfir 3:8 eftir tíu mínútur en Eyjamenn voru búnir að jafna eftir um tuttugu mínútur, við spurðum Skúla út í málið. „Dómarinn tekur einn leikmann út af hjá okkur sex mínútur í röð. Hvort það var allt rétt veit ég ekki, en það var auðvitað ástæðan. Við misstum leikinn frá okkur, það er ekki auðvelt að vera einum færri sex mínútur í röð hérna úti í Eyjum.“ „Það væri mjög spennandi að kynnast fleiri dómarapörum, við erum búnir að hafa mikið sömu dómarana í leikjum. Ég veit að þessir strákar hafa metnað til þess að vera góðir dómarar, þeir geta átt sína góðu og slæmu daga. Ég ætla ekki að vera að tjá mig um það hérna, við töpuðum leiknum það er þannig,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira