Að geðræn áföll mæti skilningi Steinar Almarsson og Elín Oddný Sigurðardóttir og Kristinn Heiðar Fjölnisson skrifa 10. október 2014 07:00 Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar