Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:00 Cristiano Ronaldo raðar inn mörkum. vísir/getty Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman. Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15