Gaupi: FH með betra lið en Haukar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 16:00 Það er jafnan tekist almennilega á í leikjum Hauka og FH. vísir/stefán „Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“ Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Það er alveg frábær byrjun á tímabilinu að fá þennan slag svona snemma,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og handboltasérfræðingur, um Hafnafjarðarslag FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Þetta eru alvöru leikir og vanalega alltaf fullt hús. Þó úrslitin hafi fallið með Haukum í fyrra þá finnst mér FH-ingarnir sterkari núna,“ segir Gaupi um erkifjendurna. „Það ber að hafa í hug að Haukar misstu Sigurberg Sveinsson sem var einn albesti leikmaður síðustu leiktíð og það skarð verður vandfyllt. Þeir sakna hans, en Adam Haukur Baumruk hefur verið að gera góða hluti í skyttunni vinstra megin. En hann er ungur og því má búast við því að spilamennska hans fari upp og niður,“ segir hann, en hvað með FH-liðið? „Mannskapurinn hjá FH er mjög góður og liðið ágætlega samansett. Mér finnst línumannsstaðan samt mjög veik hjá því. FH-liðið er samt betur mannað en Haukaliðið að mínu mati.“Guðjón Guðmundsson, Gaupi.mynd/vilhelmGuðjón segir Hafnafjarðarslaginn jafnan vinnast á vörn og markvörslu. Hann segir markvarðapar Haukanna með GiedriusMorkunas og Einar Óla Vilmundarson betra en hið unga par FH með þá Ágúst Elí Björgvinsson og Brynjar Darra Baldursson. „Markvarðaparið hjá Haukum er betra þó Elí sé efnilegur. Það sama á við hann og Adam Hauk, hann er ungur og verður spilamennska hans því ekki jafnstöðug.“ „Bæði þessi lið eru líkleg til að vera í toppbaráttunni í vetur. Það má heldur ekki gleyma því að þjálfari Haukanna er betri en þjálfari FH, með fullri virðingu fyrir Halldóri Jóhanni Sigfússyni. PatrekurJóhannesson er afskaplega fær og klókur þjálfari og nærvera hans getur skipt sköpum,“ segir Gaupi, en hvort liðið hefur sigur í kvöld? „Ég spái naumum sigri FH í kvöld, en á von á hörku leik.“
Olís-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni