Gerir kommentakerfin í Firefox og Safari líka ljóðræn Tinni Sveinsson skrifar 16. september 2014 14:45 Birkir semur ljóð fyrir fólk sem lifir og hrærist á netinu. Nú eru liðnar um þrjár vikur síðan ljóðabók Birkis Blæs Guðmundssonar, Vísur, fór í loftið hér á Vísi. Bókin virkar þannig að lesendur sækja vafraviðbót og birtist bókin þá í stað kommentakerfisins á Lífinu á Vísi. Bókin telur um tuttugu ljóð og þegar þau hafa öll birst hverfur bókin og hefðbundið kommentakerfi birtist á ný. Fyrst um sinn var bókin aðgengileg í Google Chrome-vafra en nú hafa viðbótætur við Mozilla Firefox og Safari-vafra einnig bæst við. Strax í útgáfuviku Vísna sóttu nokkur hundruð manns bókina, sem er gefin út í samstarfi við ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð. Bókinni hefur verið afar vel tekið. Í gagnrýni á menningarvefnum Starafugl segir meðal annars: „En er eitthvað varið í verkið? Því er fljótsvarað: Já, það er margt spunnið í þetta verk. Fyrir það fyrsta er hugmyndin góðra gjalda verð; að setja texta sem ætti allajafna ekki að renna yfir á hundavaði í viðlíka hraðsuðuketil og www.visir.is er sem og að ganga enn lengra með hugmyndina um ljóð fyrir alla eða að ljóð eigi að vera öllum aðgengileg, líka þeim sem ef til vill eru vanalega ekki áhugasamir um ljóðalestur. Verkið, innihaldslega og formlega séð, rímar líka ágætlega við miðilinn þar sem það birtist og er vel þess virði að glugga í. En þá er bara að gefa sér tíma í það. Og mikilvægasta spurningin í því samhengi er hvort fólk, eða lesendur síðunnar, séu reiðubúnir til þess atarna.“ Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessarri skemmtilegu tilraun. Hægt er að ná í ljóðabókina með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.Viðbót fyrir Mozilla Firefox vafra.Viðbót fyrir Safari vafra.Viðbót fyrir Google Chrome vafra. Menning Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Nú eru liðnar um þrjár vikur síðan ljóðabók Birkis Blæs Guðmundssonar, Vísur, fór í loftið hér á Vísi. Bókin virkar þannig að lesendur sækja vafraviðbót og birtist bókin þá í stað kommentakerfisins á Lífinu á Vísi. Bókin telur um tuttugu ljóð og þegar þau hafa öll birst hverfur bókin og hefðbundið kommentakerfi birtist á ný. Fyrst um sinn var bókin aðgengileg í Google Chrome-vafra en nú hafa viðbótætur við Mozilla Firefox og Safari-vafra einnig bæst við. Strax í útgáfuviku Vísna sóttu nokkur hundruð manns bókina, sem er gefin út í samstarfi við ljóðaútgáfuna Meðgönguljóð. Bókinni hefur verið afar vel tekið. Í gagnrýni á menningarvefnum Starafugl segir meðal annars: „En er eitthvað varið í verkið? Því er fljótsvarað: Já, það er margt spunnið í þetta verk. Fyrir það fyrsta er hugmyndin góðra gjalda verð; að setja texta sem ætti allajafna ekki að renna yfir á hundavaði í viðlíka hraðsuðuketil og www.visir.is er sem og að ganga enn lengra með hugmyndina um ljóð fyrir alla eða að ljóð eigi að vera öllum aðgengileg, líka þeim sem ef til vill eru vanalega ekki áhugasamir um ljóðalestur. Verkið, innihaldslega og formlega séð, rímar líka ágætlega við miðilinn þar sem það birtist og er vel þess virði að glugga í. En þá er bara að gefa sér tíma í það. Og mikilvægasta spurningin í því samhengi er hvort fólk, eða lesendur síðunnar, séu reiðubúnir til þess atarna.“ Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessarri skemmtilegu tilraun. Hægt er að ná í ljóðabókina með því að fylgja hlekkjunum hér fyrir neðan.Viðbót fyrir Mozilla Firefox vafra.Viðbót fyrir Safari vafra.Viðbót fyrir Google Chrome vafra.
Menning Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38
Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. 26. ágúst 2014 18:30
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“