Real skoraði átta gegn nýliðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. september 2014 00:01 Ronaldo fagnar þriðja marki sínu í dag. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst. Spænski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu á tímabilinu er Real Madrid fór illa með nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eftir fremur rólega byrjun náði Ronaldo að brjóta ísinn með frábæru skallamarki eftir sendingu Arbeloa á 29. mínútu. Við það opnuðust flóðgáttirnar en stuttu síðar skoraði Kólumbíumaðurinn James Rodriguez sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á Spáni með stórglæsilegu skoti utan teigs. Ronaldo bætti við sínu öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skrautlegt úthlaup markvarðarins German Lux sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið eftir að hafa fellt Karim Benzema í aðdraganda marksins.Haris Medunjanin minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en ákvörðun Perez Montero, dómara, að dæma hendi á Sergio Ramos þótti strangur.Gareth Bale skoraði tvívegis gegn Deportivo.Vísir/GettyHeimamenn héldu áfram að ógna marki gestanna næstu mínúturnar en Gareth Bale gerði endanlega út um leikinn með laglegu marki á 66. mínútu eftir sendingu Marcelo. Hann bætti keimlíku marki við stuttu síðar, nú eftir sendingu Isco, og staðan orðin 5-1. Madrídingar héldu áfram að bæta við eftir þetta. Rodriguez færði sér mistök heimamanna í vörn í nyt og lagði boltann á Ronaldo sem skoraði örugglega sitt þriðja mark og sjötta mark Real Madrid. Varamaðurinn Touche skoraði annað mark Deportivo með laglegum skalla á 84. mínútu og minnkaði muninn í 6-2.James Rodriguez skoraði glæsilegt mark.Vísir/GettyJavier Hernandez, lánsmaður frá Manchester United, fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn og nýtti tækifærið einkar vel. Hann skoraði með báðum skotum sínum í leiknum og voru mörkin einkar lagleg. Real Madrid hefur því skorað þrettán mörk í síðustu tveimur leikjum og virðist komið á einkar gott skrið eftir slaka byrjun í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með sex stig eftir fjórar umferðir og mjakast þar með upp töfluna. Deportivo er enn með fjögur stig og heimamenn vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst.
Spænski boltinn Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn