Álíka en kraftmeira en gosið 1984 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2014 19:41 Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið. Bárðarbunga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni stendur enn yfir, en vísindamenn geta í fyrramálið lagt mat á það hvort þrýstingurinn í bergganginum hafi minnkað eða einfaldlega færst annað. Vísindamenn hafa nú áhyggjur af gasmagni á svæðinu. Eftir óveðurslægðina sem gekk yfir landið í gær varð loks aftur fært að Holuhrauni í morgun, þar var þó enn mjög hvasst og birgði sandstormur okkur sýn að gosstöðvunum, en skyndilega vorum við komnir að hraunkanti sem vall áfram með braki og breskum. Þarna blasti við glóandi kvika og yfir þúsund stiga heit eldá, og varla hægt að koma nærri hrauninu vegna hita.Glóandi kvikan blasir við í Holuhrauni.Vísir/EgillVið höfðum verið að skima eftir Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi og hans liði frá Jarðvísindastofnun Háskólans og þarna fundum við vísindamannahópinn sem ók meðfram hraunjaðrinum til að fylgjast með breytingum hans og til að meta umfang hraunsins og kvikunnar. Brátt sáum við til eldgíganna og eftir því sem við ókum lengur varð okkur betur ljóst að verulegt magn af gosefnum hefur komið upp á þessum rúma sólarhring sem liðinn er frá því sprungan opnaðist á ný. Við tókum Ármann tali.Hvernig sýnist þér gosið vera?„Það er bara svipað og í gær. Það kemur hér dágott magn af hrauni," sagði Ármann. Afar tignarlegt var að horfa á logandi sprunguna, jarðeldinn og gosstrókana þeytast til himins og koma niður sem glóandi hraunslettur. Þeir sem fylgdust með Kröflueldum fyrir 30 árum sjá að þetta er keimlíkt. Þetta er á langri sprungu og gosið ekkert sérstaklega atkvæðamikið. „Þetta er álíka og gosið 1984, en þó ívið kraftmeira því sprungan er búin að vera alglóandi í rúmlega sólarhring núna,” segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Vísir/EgillEn hvað eru gosstrókarnir háir? „Þessir sem fara hæst fara einhverja 60 til 70 metra upp í loftið en meirihlutinn nær um 20 til 30 metra upp,” segir Ármann og bætir við að ómögulegt sé á þessari stundu að spá fyrir um framhaldið. „Gosið er búið að standa yfir í sólarhring og getur haldið áfram í viku eða mánuð í viðbót þessvegna. Til að meta framhaldið þarf að fara að skoða GPS-mælingar til að athuga hvort þrýstingur hér undir sé að lækka. Ef það eru engin merki þess að þrýstingur sé að lækka getur þetta bara haldið áfram.” Jarðvísindamenn voru þarna með tæki og tól og fóru reglulega að hraunjaðrinum til að taka sýni. „Kvikan er afar frumstæð. Bárðarbunga er að skila afar frumstæðu efni hér út í sprungusveiminn. Það her frekar lítið af kristöllum í henni, hún er mjög heit og þunnfljótandi. Ef hraunið virðist mjög úfið þá er það vegna þess að það rennur svo hratt þegar það fer af stað,” segir Ármann. Þarna er hins vegar ekki hættulaust að vera vegna eitraðra lofttegunda, magn brennisteinsvetnis frá hrauninu hefur aukist verulega frá því í gær. „Maður finnur brennisteinsbragð í munninum og ef við dveljum hér öllu lengur breytist þetta í brennisteinssýru í lungunum á þér,” sagði Ármann og hélt sína leið.
Bárðarbunga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent