Hanna Birna svarar umboðsmanni 9. september 2014 17:52 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. vísir/daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Lekamálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira