Er Bárðarbungu ekki um að kenna? Svavar Hávarðsson skrifar 26. ágúst 2014 08:50 Grafík/Garðar Óvissan um framhald jarðhræringanna í Vatnajökli er óbreytt, en vísindamenn hafa tiltekið þrjár sviðsmyndir um líklega framvindu. Á sama tíma skelfur jörð sem aldrei fyrr; helst við nyrsta enda bergganganna við sporð Dyngjujökuls og þar norður af. Í minnisblaði vísindaráðs, þar sem sitja sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, kemur fram að skjálftavirkni er enn mikil, og mælast mörg hundruð jarðskjálftar innan hvers sólarhrings. Virknin þokast áfram norður og er að mestu á tíu kílómetra löngum kafla, með miðju undir jökuljaðrinum. Síðasti stóri jarðskjálftinn undir Bárðarbunguöskjunni var á níunda tímanum á sunnudagskvöld og hefur skjálftavirkni þar dregist mjög saman. Þrír möguleikar helstir Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur nú náð 35 kílómetra lengd, og kvikumagnið sem þar þrengir sér leið norður fyrir jökulsporðinn er metið yfir 300 milljónir rúmmetra; þrefalt það magn sem reiknaðist í sprungunni fyrir fjórum dögum síðan. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir, að mati vísindaráðs. Í fyrsta lagi að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til eldgoss. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist, og þá líklega við norðurenda gangsins. Þá er líklegast að verði hraungos með nokkurri sprengivirkni. Síðasta svipmyndin er að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli.Minnir á Kröfluelda Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, spyr sig hvaða upplýsingar skjálftavirknin undir jöklinum gefi um eðli eldstöðvanna á svæðinu. Yfirlitskort jarðskjálftanna frá 16. ágúst bendi til að fleiri en einn berggangur hafi myndast (sjá skýringarmynd). Framgangur stóra berggangsins, en hinir hafa stöðvast, og stefna hans til norðurs í átt að Öskju, segir Ari Trausti að minni um sumt á Kröfluelda. Þá streymdi kvika úr kvikuhólfi Kröflu en líka úr aflangri og stærri undirliggjandi kvikuþró vegna plötuskriðs, eða rekgliðnunar.Askja en ekki Bárðarbunga En Ari spyr sig jafnframt hvaða eldstöðvakerfi kvikan tilheyri; er hún frá Bárðarbungu eins og almennt var talið í fyrstu eða eru jarðhræringarnar í eldstöðvakerfi Öskju. Hann telur að ef jarðvísindamenn hafi greint mörk eldstöðvakerfanna rétt hingað til gæti berggangurinn hafa komið upp í suðurhluta Öskjukerfisins, og þá úr kvikuþró Öskju. Nú sé berggangurinn að éta sig áfram í átt að Öskju og Dyngjufjöllum. Svona stór berggangur í Öskjukerfinu gæti skýrt óróann í Bárðarbungukerfinu í næsta nágrenni og valdið jarðskjálftum víða á svæðinu. Hins vegar gæti kvikan verið frá Bárðarbungu komin en þá þyrfti að endurskoða legu þess kerfis. Sýni úr kviku úr eldgosi þarf til að greina ætternið.Líkur á eldgosi eða gosum „Um líkur á eldgosi nú, eða stuttri eða langri hrinu gosa, segir sennilega enginn neitt ákveðið og ekki er heldur unnt með sæmilegri vissu að segja til um afl, lengd eða staðsetningar eldgoss eða gosa, hvort sem er hraungoss eða öskugoss. Þróun gangsins og aukin skjálftavirkni hallar þó frekar í umbrot en að allt fjari út án þess,“ segir Ari Trausti sem bendir á, líkt og vísindaráðið gerir, að ef gýs utan jökuls verði á lofti kvikustrókagos á sprungu, myndun gígaraðar og hraunflæði. Umbrota- og goshrina af Kröflueldagerð er ekki útilokuð enda dæmi um slíkt þekkt einmitt í og við Dyngjujökul, t.d. á 18. öld, segir Ari Trausti.„Kröflumynstrið“ bærir á sér Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birtir í skrifum á bloggsíðu sinni að hann hafi í nokkra daga beðið eftir að sjá breytingar á landhæð í Bárðarbungu. Nú les hann úr gögnum Jarðvísindastofnunar að það sem hann kallar „Kröflumynstrið“ sé farið að bæra á sér. „Þegar Kröflueldar geisuðu, frá 1975 til 1984, þá var eitt höfuðeinkenni þeirra að land innan öskjunnar og umhverfis reis hægt og rólega í nokkrar vikur eða mánuði, þar til landsig gerðist mjög hratt. [...] stundum skipti landris metrum í miðju öskjunnar. Siginu fylgdu skyndileg kvikuhlaup neðanjarðar og á stundum lítil sprungugos á yfirborði.“ Haraldur bætir við að risið sé að öllum líkindum tengt streymi kviku úr djúpinu og upp í grunna kvikuþró undir öskjunni. Þegar vissri hæð, eða vissum þrýstingi, er náð í kvikuþrónni þá hleypur kvikan út í ganginn og askjan sígur. „Búast má við að lítið gerist í ganginum á meðan landris er hægt og stöðugt, þar til landris nær krítískri hæð. Þá verður kvikuhlaup úr þrónni undir öskjunni og inn í ganginn, sem getur valdið því að gangurinn rýkur áfram norður í gegnum jarðskorpuna – eða gýs,“ skrifar Haraldur. Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn til þessa reið yfir í nótt Snarpasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur í skjálftahrynunni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmri viku, varð í nótt um klukkan hálf tvö og mældist 5,7 stig. 26. ágúst 2014 07:02 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Óvissan um framhald jarðhræringanna í Vatnajökli er óbreytt, en vísindamenn hafa tiltekið þrjár sviðsmyndir um líklega framvindu. Á sama tíma skelfur jörð sem aldrei fyrr; helst við nyrsta enda bergganganna við sporð Dyngjujökuls og þar norður af. Í minnisblaði vísindaráðs, þar sem sitja sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, kemur fram að skjálftavirkni er enn mikil, og mælast mörg hundruð jarðskjálftar innan hvers sólarhrings. Virknin þokast áfram norður og er að mestu á tíu kílómetra löngum kafla, með miðju undir jökuljaðrinum. Síðasti stóri jarðskjálftinn undir Bárðarbunguöskjunni var á níunda tímanum á sunnudagskvöld og hefur skjálftavirkni þar dregist mjög saman. Þrír möguleikar helstir Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur nú náð 35 kílómetra lengd, og kvikumagnið sem þar þrengir sér leið norður fyrir jökulsporðinn er metið yfir 300 milljónir rúmmetra; þrefalt það magn sem reiknaðist í sprungunni fyrir fjórum dögum síðan. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir, að mati vísindaráðs. Í fyrsta lagi að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til eldgoss. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist, og þá líklega við norðurenda gangsins. Þá er líklegast að verði hraungos með nokkurri sprengivirkni. Síðasta svipmyndin er að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli.Minnir á Kröfluelda Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, spyr sig hvaða upplýsingar skjálftavirknin undir jöklinum gefi um eðli eldstöðvanna á svæðinu. Yfirlitskort jarðskjálftanna frá 16. ágúst bendi til að fleiri en einn berggangur hafi myndast (sjá skýringarmynd). Framgangur stóra berggangsins, en hinir hafa stöðvast, og stefna hans til norðurs í átt að Öskju, segir Ari Trausti að minni um sumt á Kröfluelda. Þá streymdi kvika úr kvikuhólfi Kröflu en líka úr aflangri og stærri undirliggjandi kvikuþró vegna plötuskriðs, eða rekgliðnunar.Askja en ekki Bárðarbunga En Ari spyr sig jafnframt hvaða eldstöðvakerfi kvikan tilheyri; er hún frá Bárðarbungu eins og almennt var talið í fyrstu eða eru jarðhræringarnar í eldstöðvakerfi Öskju. Hann telur að ef jarðvísindamenn hafi greint mörk eldstöðvakerfanna rétt hingað til gæti berggangurinn hafa komið upp í suðurhluta Öskjukerfisins, og þá úr kvikuþró Öskju. Nú sé berggangurinn að éta sig áfram í átt að Öskju og Dyngjufjöllum. Svona stór berggangur í Öskjukerfinu gæti skýrt óróann í Bárðarbungukerfinu í næsta nágrenni og valdið jarðskjálftum víða á svæðinu. Hins vegar gæti kvikan verið frá Bárðarbungu komin en þá þyrfti að endurskoða legu þess kerfis. Sýni úr kviku úr eldgosi þarf til að greina ætternið.Líkur á eldgosi eða gosum „Um líkur á eldgosi nú, eða stuttri eða langri hrinu gosa, segir sennilega enginn neitt ákveðið og ekki er heldur unnt með sæmilegri vissu að segja til um afl, lengd eða staðsetningar eldgoss eða gosa, hvort sem er hraungoss eða öskugoss. Þróun gangsins og aukin skjálftavirkni hallar þó frekar í umbrot en að allt fjari út án þess,“ segir Ari Trausti sem bendir á, líkt og vísindaráðið gerir, að ef gýs utan jökuls verði á lofti kvikustrókagos á sprungu, myndun gígaraðar og hraunflæði. Umbrota- og goshrina af Kröflueldagerð er ekki útilokuð enda dæmi um slíkt þekkt einmitt í og við Dyngjujökul, t.d. á 18. öld, segir Ari Trausti.„Kröflumynstrið“ bærir á sér Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birtir í skrifum á bloggsíðu sinni að hann hafi í nokkra daga beðið eftir að sjá breytingar á landhæð í Bárðarbungu. Nú les hann úr gögnum Jarðvísindastofnunar að það sem hann kallar „Kröflumynstrið“ sé farið að bæra á sér. „Þegar Kröflueldar geisuðu, frá 1975 til 1984, þá var eitt höfuðeinkenni þeirra að land innan öskjunnar og umhverfis reis hægt og rólega í nokkrar vikur eða mánuði, þar til landsig gerðist mjög hratt. [...] stundum skipti landris metrum í miðju öskjunnar. Siginu fylgdu skyndileg kvikuhlaup neðanjarðar og á stundum lítil sprungugos á yfirborði.“ Haraldur bætir við að risið sé að öllum líkindum tengt streymi kviku úr djúpinu og upp í grunna kvikuþró undir öskjunni. Þegar vissri hæð, eða vissum þrýstingi, er náð í kvikuþrónni þá hleypur kvikan út í ganginn og askjan sígur. „Búast má við að lítið gerist í ganginum á meðan landris er hægt og stöðugt, þar til landris nær krítískri hæð. Þá verður kvikuhlaup úr þrónni undir öskjunni og inn í ganginn, sem getur valdið því að gangurinn rýkur áfram norður í gegnum jarðskorpuna – eða gýs,“ skrifar Haraldur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn til þessa reið yfir í nótt Snarpasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur í skjálftahrynunni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmri viku, varð í nótt um klukkan hálf tvö og mældist 5,7 stig. 26. ágúst 2014 07:02 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Stærsti skjálftinn til þessa reið yfir í nótt Snarpasti jarðskjálftinn, sem mælst hefur í skjálftahrynunni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmri viku, varð í nótt um klukkan hálf tvö og mældist 5,7 stig. 26. ágúst 2014 07:02