Fjárlög 2015 – er breytinga að vænta? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 27. ágúst 2014 14:00 Fjármálastefna hins opinbera gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsframleiðslu, verulegum hluta eftirspurnar í hagkerfinu er þannig stýrt af hinu opinbera.Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkissjóður umfram fjárheimildir fjárlaga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verður niðurstaðan í flestum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heimildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjölfar bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisútgjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjaldastýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfinni yrði mætt með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisútgjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkisins er ekki þar með sagt að aðlöguninni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag ríflega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síðustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skapist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnaður verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á möguleikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð.Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hóflegri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hagvexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfinu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóður þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhaldandi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fjármálastefna hins opinbera gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Á síðastliðnum áratugum hafa útgjöld hins opinbera vaxið meira á Íslandi en í öðrum iðnvæddum ríkjum og eru þau með því mesta sem gerist. Á síðasta ári voru opinber útgjöld 46% af vergri landsframleiðslu, verulegum hluta eftirspurnar í hagkerfinu er þannig stýrt af hinu opinbera.Reynast oft marklítil Á hverju hausti eru fjárlög næsta árs lögð fram og innihalda þau ítarlega útfærslu á stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkissjóðs. Þar kemur fram hversu stóran hluta þjóðartekna ríkið ætlar að taka til sín í formi skatta og innan hvaða ramma útgjöldin eigi að falla. Því miður er reynslan sú að fjárlögin reynast oftast marklítil. Nánast undantekningalaust eyðir ríkissjóður umfram fjárheimildir fjárlaga og jafnvel þó að brugðist sé við með því að veita auknar heimildir til útgjalda í fjáraukalögum verður niðurstaðan í flestum tilvikum sú að útgjöldin vaxa umfram heimildir. Framúrkeyrsla ríkisútgjalda er viðtekin venja sem einskorðast ekki við mögur ár ríkissjóðs í kjölfar bankahruns heldur á sér langa sögu. Á þensluárunum 2004-2007 var t.a.m. umframkeyrsla ríkisútgjalda frá fjárlögum að meðaltali 7% á ári og hefur verið á svipuðum slóðum síðan. Í ársbyrjun 2009 settu stjórnvöld fram fjögurra ára rammaáætlun til að koma á jafnvægi í ríkisrekstri. Tilgangur þess að lögð var fram áætlun til nokkurra ára var að tryggja aðhald og festu í útgjaldastýringu ríkisins. Áætlunin gekk út á að aðlögunarþörfinni yrði mætt með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurðar. Skemmst er frá því að segja að áætlunin gekk ekki eftir, umframkeyrsla ríkisútgjalda hélt áfram og lengri tíma tók að ná jöfnuði í ríkisrekstri en lagt var upp með. Á endanum voru það skattahækkanir sem vörðuðu leiðina að hallalausum fjárlögum og þrátt fyrir að jafnvægi hafi nú náðst milli útgjalda og tekna ríkisins er ekki þar með sagt að aðlöguninni sé lokið. Ríkissjóður skuldar í dag ríflega heila landsframleiðslu og vaxtabyrðin er of þung. Til að setja þetta í samhengi jafngildir vaxtakostnaður ríkissjóðs öllum þeim viðbótartekjum sem ríkið hefur fengið úr skattahækkunum á fyrirtæki og einstaklinga á síðustu árum. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að svigrúm skapist í rekstri ríkissjóðs á næstu árum til að ráðast í niðurgreiðslu skulda. Að öðrum kosti mun vaxtakostnaður verða ríkissjóði slík byrði að það mun koma verulega niður á möguleikum stjórnvalda til þess að t.d. að minnka álögur eða bregðast við áföllum um komandi framtíð.Viðkvæm staða ríkissjóðs Hvers má vænta af fjárlögum 2015? Langtímaáætlanir stjórnvalda sem lagðar voru til grundvallar síðustu fjárlaga bera því miður ekki vott um róttækar breytingar í rekstri ríkissjóðs. Þvert á móti er gert ráð fyrir „hóflegri útgjaldaaukningu“ á komandi árum en lítilsháttar afgangi á rekstri vegna aukinna tekna. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður heldur er treyst á að skuldahlutfallið lækki samfara verðbólgu og auknum hagvexti. Full ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af skuldastöðunni en komi til bakslags í hagkerfinu gæti hún fljótt orðið ósjálfbær. Staðan á ríkissjóði er viðkvæm og er einstaklega mikilvægt nú að fjárlögin sem lögð verða fram í haust sýni meira aðhald heldur en lagt hefur verið upp með í fyrri áætlunum. Ennfremur sýnir reynslan að háleit markmið duga ekki ein og sér. Tryggja þarf að markmiðunum verði framfylgt og er það ekki síður það verkefni sem mikilvægast er að ríkisstjórnin einhendi sér í. Í nýju frumvarpi til laga um opinber fjármál er lagt til að tekin verði upp tvískipt fjármálaregla sem nær bæði til afkomu og skulda hins opinbera. Eins og fram hefur komið eru vandamál ríkissjóðs að mestu bundin við agaleysi á útgjaldahlið. Tekjur ríkissjóðs hafa oft á tíðum verið miklar, t.a.m. á þenslutímum, og hefur ríkissjóður þá getað skilað ágætis afkomu þrátt fyrir mikinn vöxt útgjalda. Slík þróun er ekki sjálfbær og til að fyrirbyggja áframhaldandi útgjaldavöxt hins opinbera væri skref í rétta átt að lögfesta útgjaldareglu samhliða þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu. Á endanum er þetta hins vegar spurning um hvort pólitískur vilji sé til bættra vinnubragða eða hvort menn ætli að taka sénsinn.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun