Myndum af bakhlið iPhone 6 mögulega lekið á netið Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2014 15:06 Vísir/AFP Maður sem ber nafnið Sunny Dickson birti í morgun myndir á Twitter sem hann segir vera af bakhlið nýja iPhone 6 símans. Hann hefur áður reynst sannspár um upplýsingar af nýjum vörum Apple og segir þetta vera raunverulegar myndir. Þó sést á myndunum að bakhliðin er nokkuð skemmd. Á vefnum CNet segir að gífurlegur fjöldi orðróma hafi fylgt iPhone sex um langt tímabil, en samkvæmt sögusögnum mun Apple gefa út eina 4,7 tommu útgáfu og 5,5 tommu. Nýjasti orðrómurinn segir til um að Apple muni mögulega kynna símanna á kynningarfundi í september. Mikil leynd hvílir yfir nýjum vörum Apple og sjaldan gefa þeir upplýsingar um tækin fyrr en á stórum kynningarfundum. Þeir hafa aldrei sagt til um hvort myndir séu falsaðar eða ekki og vildu ekki svara CNet varðandi þessar myndir. Því getur alltaf verið að þær séu ekki af bakhlið nýja símans. Myndirnar má sjá hér að neðan:pic.twitter.com/BgC6SGuf36— Sonny Dickson (@SonnyDickson) August 12, 2014 pic.twitter.com/I5MRe0W9XW— Sonny Dickson (@SonnyDickson) August 12, 2014 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Maður sem ber nafnið Sunny Dickson birti í morgun myndir á Twitter sem hann segir vera af bakhlið nýja iPhone 6 símans. Hann hefur áður reynst sannspár um upplýsingar af nýjum vörum Apple og segir þetta vera raunverulegar myndir. Þó sést á myndunum að bakhliðin er nokkuð skemmd. Á vefnum CNet segir að gífurlegur fjöldi orðróma hafi fylgt iPhone sex um langt tímabil, en samkvæmt sögusögnum mun Apple gefa út eina 4,7 tommu útgáfu og 5,5 tommu. Nýjasti orðrómurinn segir til um að Apple muni mögulega kynna símanna á kynningarfundi í september. Mikil leynd hvílir yfir nýjum vörum Apple og sjaldan gefa þeir upplýsingar um tækin fyrr en á stórum kynningarfundum. Þeir hafa aldrei sagt til um hvort myndir séu falsaðar eða ekki og vildu ekki svara CNet varðandi þessar myndir. Því getur alltaf verið að þær séu ekki af bakhlið nýja símans. Myndirnar má sjá hér að neðan:pic.twitter.com/BgC6SGuf36— Sonny Dickson (@SonnyDickson) August 12, 2014 pic.twitter.com/I5MRe0W9XW— Sonny Dickson (@SonnyDickson) August 12, 2014
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira