Formaður VG segir lekamálið stöðugt alvarlegra Heimir Már Pétursson skrifar 18. ágúst 2014 14:28 Formaður Vinstri grænna segir að innanríkisráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé fyrr. Breyting á ráðuneytum firri menn ekki pólitískri ábyrgð. vísir/stefán/daníel Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00