Mikill eldur í Skeifunni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2014 20:33 visir/atli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú hörðum höndum að því að hindra útbreiðslu elds sem logar í skeifunni. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var ræst út upp úr klukkan átta í kvöld. Starfsmaður Securitas, sem fréttamaður Vísis á svæðinu ræddi við, sagðist hafa verið fyrstur á svæðið. Fyrirtækinu hefði borist tilkynning um að öryggiskerfið hefði farið í gang í húsnæði efnalaugarinnar Fannar. Mikill svartur reykur liggur yfir borginni og sést hann vel um allt höfuðborgarsvæðið. Íbúar á Akranesi hafa einnig birt myndir ofan af Skaga þar sem svart reykskýið sést glögglega. Eldsupptökin voru í Efnalauginni Fönn en eldurinn hefur breiðst út um húsið. Reykkafarar hafa verið sendir inn í húsnæðið. Eldurinn er kominn yfir í húsnæði Rekstrarlands og Griffils sem eru fyrir aftan Rúmfatalagerinn. Það hús er að verða alelda. Þá ku veitingarstaðurinn Spice vera orðinn fullur af reyk en eldurinn mun ekki hafa náð þangað inn að svo stöddu. Slökkviliðið einbeitir sér fyrst og fremst að því að hefta útbreiðslu eldsins. Í Skeifunni 11 er staðsett, svo eitthvað sé nefnt, Efnalaugin Fönn, Rekstrarland, Miðstöð símenntunar, Húnvetningafélagið í Reykjavík, verslunirnar Víðir og Griffill og lögmannsstofa Magnúsar Jónssonar. Fleiri hundruð manns hafa safnast saman í Skeifunni að fylgjast með störfum slökkviliðs. Lögreglan og starfsmenn Securitas hafa girt af svæði svo slökkviliðið geti sinnt störfum sínum. Í samtali við Fréttastofu biðlar slökkviliðsmaður til fólks að halda sig frá svæðinu. Þarna séu mjög hættuleg efni í lofti og getur skapast töluverð hætta.Hreyfanleg stjórnstöð frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er á leiðinni á svæðið þaðan sem lögregla og slökkvilið mun stýra aðgerðunum. Fleiri myndbönd eru neðst í fréttinni. Post by Ívar Þórir Daníelsson. Post by Halldór Sigurðsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira