„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2014 10:47 Nanna Björk Barkardóttir æfir sund með Sundfélaginu Óðni á Akureyri. „Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði. Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Við vorum alveg að klára sundæfingu þegar þetta gerðist. Ég var aðeins á undan hinum stelpunum þegar ég kom að bakkanum á fimmtu braut en maðurinn var á endabrautinni – þeirri sjöttu,“ lýsir hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir aðdragandanum að því þegar hún dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar nú á fimmtudag. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartastopp er hann var á sundi í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Nanna var ásamt vinum sínum á æfingu hjá Sundfélaginu Óðni þegar hún varð vör við mann á bakkanum sem henni þótti horfa „skringilega á hana“. Þá hafi hún rekið augun í meðvitundarlausa manninn undir yfirborðinu. „Ég komst að því síðar að þessi á bakkanum var besti vinur mannsins sem lá á botninum en hann er líka eldri maður. Hann hefði líklega ekki getað synt eftir honum á botninn sjálfur,“ bætir Nanna við. „Ég kallaði „Stelpur, stelpur!“ og benti vinkonum mínum á manninn í lauginni. Þær hlupu inn og náðu í hóp fólks úr afgreiðslunni sem kom með endurlífgunartæki. Á meðan kafaði ég niður og náði í manninn og svo komu tveir menn og aðstoðuðu mig við að draga hann upp á bakkann. Fólkið í afgreiðslunni fór þá strax að hnoða manninn og nota endurlífgunartækið,“ segir Nanna og bætir við að innan einungis örfárra mínútna hafi þrír sjúkrabílar verið mættir á svæðið sem fluttu manninn á fjórðungssjúkrahúsið. Þar hefur honum verið haldið sofandi síðan á fimmtudag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var reynt að vekja manninn í gær. Nanna hefur fengið þjálfun í björgunarsundi á svokölluðu barnapíunámskeiði en í kjölfar slyssins mun öllum í sundfélaginu vera boðið á skyndihjálparnámskeið á vegum sundlaugar Akureyrar. Nanna vonar að atvikið verði til þess að auka umburðarlyndið meðal sundgesta. „Mér finnst gamla fólkið oft koma fram við okkur krakkana eins og við séum fyrir þeim í sundlauginni. Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir,“ segir Nanna Björk Barkardóttir sunddrottning glöð í bragði.
Akureyri Sundlaugar Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27