Búðu til þinn eigin svitalyktareyði Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 30. júní 2014 15:30 Mynd/Getty Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar. Heilsa Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið
Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar.
Heilsa Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið