Áfram lækkun skulda og skatta - forgangsmál Jón Finnbogason skrifar 30. maí 2014 12:29 Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar