Sjálfstæðiskonur senda út neyðarkall Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2014 14:35 Valhöll Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent tölvupóst á alla félagsmenn þar sem sjálfstæðiskonur eru hvattar til að leggja sitt á vogarskálarnar í kosningabaráttunni í dag og morgun.Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær Sjálfstæðisflokkurinn þrjá karlmenn kjörna í Reykjavík en enga konu. Áslaug María Friðriksdóttir skipar fjórða sæti listans og eru félagsmenn uggandi yfir því að engin sjálfstæðiskona eigi lengur sæti sitt víst í borgarstjórn. „Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr,“ segir í póstinum og eru sjálfstæðiskonur hvattar til að að taka höndum saman og tryggja að allir mæti á kjörstað. Er þeim boðið að nýta sér hringikerfi í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins til að tryggja „konunum þeirra sæti í borgarstjórn.“ Póstinn sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík fengu má sjá hér að neðan.Á morgun laugardaginn 31. maí er kosið til borgarstjórnar. Ljóst er að við þurfum nauðsynlega á hverri einustu ykkar að halda í kosningabaráttunni í dag og á morgun.Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr. Látum það ekki gerast að engin sjálfstæðiskona verði í borgarstjórn í Reykjavík. Nú þarf að hringja og tala við vini og vandamenn!Öllu máli skiptir að við tökum höndum saman og hringjum í vini og vandamenn og tryggjum að fólkið okkar fari á kjörstað. Þetta er það mikilvægasta sem hver okkar getur lagt að mörkum. Hvert einasta símtal skiptir miklu máli.Tryggjum konunum okkar sæti í borgarstjórn!Hringikerfi er í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins ef þið viljið nýta ykkur það.Allar upplýsingar er að finna á vefnum xdreykjavik.isHvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent tölvupóst á alla félagsmenn þar sem sjálfstæðiskonur eru hvattar til að leggja sitt á vogarskálarnar í kosningabaráttunni í dag og morgun.Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær Sjálfstæðisflokkurinn þrjá karlmenn kjörna í Reykjavík en enga konu. Áslaug María Friðriksdóttir skipar fjórða sæti listans og eru félagsmenn uggandi yfir því að engin sjálfstæðiskona eigi lengur sæti sitt víst í borgarstjórn. „Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr,“ segir í póstinum og eru sjálfstæðiskonur hvattar til að að taka höndum saman og tryggja að allir mæti á kjörstað. Er þeim boðið að nýta sér hringikerfi í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins til að tryggja „konunum þeirra sæti í borgarstjórn.“ Póstinn sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík fengu má sjá hér að neðan.Á morgun laugardaginn 31. maí er kosið til borgarstjórnar. Ljóst er að við þurfum nauðsynlega á hverri einustu ykkar að halda í kosningabaráttunni í dag og á morgun.Baráttan snýst um að ná inn sjálfstæðiskonum í borgarstjórn. Staðreyndin er sú að hvert einasta atkvæði skiptir máli nú sem aldrei fyrr. Látum það ekki gerast að engin sjálfstæðiskona verði í borgarstjórn í Reykjavík. Nú þarf að hringja og tala við vini og vandamenn!Öllu máli skiptir að við tökum höndum saman og hringjum í vini og vandamenn og tryggjum að fólkið okkar fari á kjörstað. Þetta er það mikilvægasta sem hver okkar getur lagt að mörkum. Hvert einasta símtal skiptir miklu máli.Tryggjum konunum okkar sæti í borgarstjórn!Hringikerfi er í Valhöll eða á kosningamiðstöðvum flokksins ef þið viljið nýta ykkur það.Allar upplýsingar er að finna á vefnum xdreykjavik.isHvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira