RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 12:42 Sóley ásamt kosningahamstrinum Högna. Mynd/Kristófer Helgason „Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
„Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira