Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 14:34 Halldór Auðar ásamt foreldrum sínum. Mynd/Kristófer Helgason „Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
„Ég fór með foreldrum mínum að kjósa í morgun, við erum öll í Hagaskóla,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. „Þar inni beið okkar fólk sem tók myndir og þetta er allt svona sérstakt.“ Hann segir Pírata í Reykjavíkurborg standa fyrir það sama og þeir gera annars staðar. „Í borginni stöndum við fyrir gagnsæi, semsagt að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um stjórnsýsluna, og þátttökulýðræði. Það er að fólk hafi meiri og betri áhrif á einstök mál á miðju kjörtímabilinu. Það getur farið ágætlega í hendur með fulltrúalýðræðinu.“ Halldór segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. „Við sem erum í þessu erum búin að vera á fullu í nokkra mánuði en svo kom ákveðin bomba síðustu vikuna sem breytti landslaginu svolítið. Maður finnur það að fólk flykkist að og fær áhuga og finnst þetta skipta einhverju máli. Ég hef grun um að kosningaþátttakan verði góð. Það er vegna þess að fólk áttar sig á því að þessar kosningar gætu snúist um eitthvað meira en það sem til dæmis ungt fólk lætur sig minna varða, skipulagsmál og þessi klassísku.“ Hann segist geta hugsað sér að starfa á þessum pólítíska vettvang hjá borginni til lengri tíma. „Jájá, ég held það. Ég verð nú bara að sjá hvernig mér líkar þetta og hvernig mér gengur. En ég hef grun um að mér muni líka þetta það vel. Þetta gæti orðið löng og skemmtileg ganga hjá mér.“ „Við í Pírötum höfum alltaf mælst mjög vel, í kringum tíu prósent og uppúr og jafnvel með tvo menn inni. Aldrei minna en einn. Svo duttum við aðeins niður núna í vikunni. En það var nú könnun í gær þar sem við og Vinstri græn fórum aðeins upp aftur.“ Hann hvetur fólk til að mæta og kjósa almennt.Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30