Björt framtíð í Garðabæ Guðrún Elín Herbertsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:15 Nýir tímar kalla á nýtt fólk og nýja hugsun. Við erum fjölbreyttur hópur og við viljum að Garðabær sé fyrir alla. Þessu til stuðnings horfir Björt framtíð á lífið sjálft: Lífshlaupið og öll aldursskeið þess. Lífsréttindin sem allir eiga rétt á að búa við. Lífsgæðin sem við búm við og byggjast á velferð, góðri heilsu og hamingju bæjarbúa.Styðjum LífshlaupiðVið viljum finna lausnir á dagvistun yngstu barnanna. Við teljum að aukin samstaða á milli foreldra og skóla muni auka velferð unga fólksins. Við viljum fjárhagslega ábyrgð og skynsemi í ákvörðunum með heildarmyndina í huga. Það þarf fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum fyrir öll stig lífshlaups einstaklinga og fjölskyldna. Við viljum sjá fjölbreyttari kosti fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri með góðri blöndu smærri, millistórra og stærri fyrirtækja. Styðja þarf fyrirtæki á öllum stigum lífshlaups þeirra auk þess að auka svigrúm fyrir skapandi greinar. Við leggjum mikla áherslu á efri árin. Þar viljum við sjá fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum, fjölbreyttari möguleika á umönnun auk þess sem eldri borgarar eiga rétt á fjölbreyttari tækifærum til þátttöku í samfélaginu og í félagslífi.Tryggjum LífsréttindinVið viljum sjá jafnt aðgengi allra að þjónustu og lífsgæðum. Við viljum þjónusta bæjarbúa með virðingu og með tilliti til ólíkra þarfa, uppruna og stöðu. Það á að vera réttur allra að geta tjáð fjölbreyttar skoðanir sínar um málefni bæjarins og við viljum auka gagnsæi í stjórnsýslu.Aukum LífsgæðinVið viljum styðja við velferð, heilsu og hamingju bæjarbúa. Það eiga allir rétt á því að líða vel. Við viljum samfélagslega ábyrgð í félagsmálum, fjölbreytt framboð tómstunda, íþrótta og afþreyingar fyrir alla aldurshópa og við allra hæfi. Við viljum mynda markvissa stefnu til eflingar lýðheilsu á öllum sviðum. Við viljum nýta betur það sem við eigum nú þegar. Við erum umvafin einstakri náttúru og að henni þarf að hlúa og búa til fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa til að njóta hennar. Það þarf að friða það mikilvægasta í umhverfinu fyrir komandi kynslóðir, hraun, fjöru, vötn og holt. Við viljum aðgengi fyrir alla að sem flestum útivistarsvæðum bæði á sjó og landi. Við viljum sjá heilsteypt skipulag bæjarins sem styður við gæði lífsins. Við viljum fjölbreyttari tækifæri til að njóta menninga og lista. Við viljum byggja upp hjartað í bænum með fleiri tækifærum fyrir íbúa til að kynnast og tengjast. Með ofangreint að leiðarljósi bjóðum við okkur fram til þjónustu við bæjarbúa næstu fjögur árin. Við leggjum fram áhuga okkar, innsæi, reynslu og þekkingu til þess að byggja upp enn betri bæ sem er fyrir alla, bæ þar sem hjartað slær. Það verður gaman í Garðabæ. X-Æ í maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Nýir tímar kalla á nýtt fólk og nýja hugsun. Við erum fjölbreyttur hópur og við viljum að Garðabær sé fyrir alla. Þessu til stuðnings horfir Björt framtíð á lífið sjálft: Lífshlaupið og öll aldursskeið þess. Lífsréttindin sem allir eiga rétt á að búa við. Lífsgæðin sem við búm við og byggjast á velferð, góðri heilsu og hamingju bæjarbúa.Styðjum LífshlaupiðVið viljum finna lausnir á dagvistun yngstu barnanna. Við teljum að aukin samstaða á milli foreldra og skóla muni auka velferð unga fólksins. Við viljum fjárhagslega ábyrgð og skynsemi í ákvörðunum með heildarmyndina í huga. Það þarf fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum fyrir öll stig lífshlaups einstaklinga og fjölskyldna. Við viljum sjá fjölbreyttari kosti fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri með góðri blöndu smærri, millistórra og stærri fyrirtækja. Styðja þarf fyrirtæki á öllum stigum lífshlaups þeirra auk þess að auka svigrúm fyrir skapandi greinar. Við leggjum mikla áherslu á efri árin. Þar viljum við sjá fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum, fjölbreyttari möguleika á umönnun auk þess sem eldri borgarar eiga rétt á fjölbreyttari tækifærum til þátttöku í samfélaginu og í félagslífi.Tryggjum LífsréttindinVið viljum sjá jafnt aðgengi allra að þjónustu og lífsgæðum. Við viljum þjónusta bæjarbúa með virðingu og með tilliti til ólíkra þarfa, uppruna og stöðu. Það á að vera réttur allra að geta tjáð fjölbreyttar skoðanir sínar um málefni bæjarins og við viljum auka gagnsæi í stjórnsýslu.Aukum LífsgæðinVið viljum styðja við velferð, heilsu og hamingju bæjarbúa. Það eiga allir rétt á því að líða vel. Við viljum samfélagslega ábyrgð í félagsmálum, fjölbreytt framboð tómstunda, íþrótta og afþreyingar fyrir alla aldurshópa og við allra hæfi. Við viljum mynda markvissa stefnu til eflingar lýðheilsu á öllum sviðum. Við viljum nýta betur það sem við eigum nú þegar. Við erum umvafin einstakri náttúru og að henni þarf að hlúa og búa til fjölbreytt tækifæri fyrir íbúa til að njóta hennar. Það þarf að friða það mikilvægasta í umhverfinu fyrir komandi kynslóðir, hraun, fjöru, vötn og holt. Við viljum aðgengi fyrir alla að sem flestum útivistarsvæðum bæði á sjó og landi. Við viljum sjá heilsteypt skipulag bæjarins sem styður við gæði lífsins. Við viljum fjölbreyttari tækifæri til að njóta menninga og lista. Við viljum byggja upp hjartað í bænum með fleiri tækifærum fyrir íbúa til að kynnast og tengjast. Með ofangreint að leiðarljósi bjóðum við okkur fram til þjónustu við bæjarbúa næstu fjögur árin. Við leggjum fram áhuga okkar, innsæi, reynslu og þekkingu til þess að byggja upp enn betri bæ sem er fyrir alla, bæ þar sem hjartað slær. Það verður gaman í Garðabæ. X-Æ í maí
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar