Sviss norðursins Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 23. maí 2014 10:10 Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar