Seltjarnarnes unga fólksins Magnús Örn Guðmundsson skrifar 23. maí 2014 15:42 Það er varla hægt að hugsa sér betri uppeldisstað en Seltjarnarnes. Það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið, og þar með sjálfstæðismenn, að ungir Seltirningar vilji búa hér áfram og tryggja börnum sínum þau lífsgæði sem bærinn býður uppá. Góðir skólar og öflugt íþróttastarf eru lykilþættirnir í að hér er gott að ala upp börn. Staðsetning gerir það að verkum að börn ferðast stutta vegalengd í skóla, íþróttir og annað tómstundastarf. Vel skipulagt skólastarf og samstarf við Gróttu gerir daginn samfelldan með tilheyrandi þægindum fyrir börn og foreldra. Um 17% af rekstri bæjarins fara í íþrótta- og tómstundamál og yfir 50% fara í fræðslumál árið 2014. Fá bæjarfélög geta státað af slíkum myndarskap. En þetta er ekki sjálfgefið. Seltjarnarnesbær skuldar lítið í samanburði við önnur sveitarfélög. Skynsamur rekstur og lágar skuldir eru forsenda árangurs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur bærinn staðið dyggilega við barna- og unglingastarf Gróttu og það mikla sjálfboðastarf sem þar er unnið af foreldrum. Niðurstaðan er öflug forvörn og sterkari einstaklingar. Ungt fólk kann vel að meta lægra útsvar hér en í Reykjavík en tæplega 6% munar á álagningunni. Fasteignagjöld verða lækkuð um 5% á næsta ári og leikskólagjöld um 25%. Tómstundastyrkir munu hækka úr 30 þúsund í 50 þúsund. Um 40% íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi er undir 120fm að stærð og tæplega 60% er undir 150fm af stærð. Málflutningur vinstrimanna um húsnæðisskort ungra fjölskyldna er því villandi. Húsnæðisverð er vitanlega hátt á Seltjarnarnesi, í samræmi við þjónustu og lífsgæði Nessins – og lágar álögur. Seltjarnarnesbær laðar að sér barnafjölskyldur enda mælist ánægja þeirra hærri en í öðrum sveitarfélögum. Í kosningunum 31. maí óska sjálfstæðismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eftirsóknarvert að ala upp börn. Og eldast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Það er varla hægt að hugsa sér betri uppeldisstað en Seltjarnarnes. Það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið, og þar með sjálfstæðismenn, að ungir Seltirningar vilji búa hér áfram og tryggja börnum sínum þau lífsgæði sem bærinn býður uppá. Góðir skólar og öflugt íþróttastarf eru lykilþættirnir í að hér er gott að ala upp börn. Staðsetning gerir það að verkum að börn ferðast stutta vegalengd í skóla, íþróttir og annað tómstundastarf. Vel skipulagt skólastarf og samstarf við Gróttu gerir daginn samfelldan með tilheyrandi þægindum fyrir börn og foreldra. Um 17% af rekstri bæjarins fara í íþrótta- og tómstundamál og yfir 50% fara í fræðslumál árið 2014. Fá bæjarfélög geta státað af slíkum myndarskap. En þetta er ekki sjálfgefið. Seltjarnarnesbær skuldar lítið í samanburði við önnur sveitarfélög. Skynsamur rekstur og lágar skuldir eru forsenda árangurs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur bærinn staðið dyggilega við barna- og unglingastarf Gróttu og það mikla sjálfboðastarf sem þar er unnið af foreldrum. Niðurstaðan er öflug forvörn og sterkari einstaklingar. Ungt fólk kann vel að meta lægra útsvar hér en í Reykjavík en tæplega 6% munar á álagningunni. Fasteignagjöld verða lækkuð um 5% á næsta ári og leikskólagjöld um 25%. Tómstundastyrkir munu hækka úr 30 þúsund í 50 þúsund. Um 40% íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi er undir 120fm að stærð og tæplega 60% er undir 150fm af stærð. Málflutningur vinstrimanna um húsnæðisskort ungra fjölskyldna er því villandi. Húsnæðisverð er vitanlega hátt á Seltjarnarnesi, í samræmi við þjónustu og lífsgæði Nessins – og lágar álögur. Seltjarnarnesbær laðar að sér barnafjölskyldur enda mælist ánægja þeirra hærri en í öðrum sveitarfélögum. Í kosningunum 31. maí óska sjálfstæðismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eftirsóknarvert að ala upp börn. Og eldast.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar