Umhverfi, heilbrigði og vellíðan Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:42 Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.