Setjum umhverfismálin á dagskrá Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 24. maí 2014 15:47 Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar