Oddvitaáskorunin - Tryggja áframhaldandi góðan rekstur Grindavíkurbæjar 26. maí 2014 16:00 Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf verið kölluð Bryndís en örfáir nánir vinir mínir kalla mig stundum Bibbu. Ég er 33 ára og er lögfræðingur frá HR og starfa í fyrirtækjaskrá RSK. Áður en ég fór í HR lauk ég stúdentsprófi frá FS og þar var mitt helsta afrek að ná hreinni 10 í stærðfræði 303. Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst körfubolti og síðan tónlist, spil og matargerð. Fullkomið kvöld væri því að borða góðan mat áður en farið er á körfuboltaleik og enda kvöldið í góðum félagsskap yfir spili með góða tónlist í gangi. Ég er stolt af því að vera Grindvíkingur og eins og flestir Grindvíkingar þá tel ég bæjarfélagið vera nafla alheimsins.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Bláa lónið. Hundar eða kettir?Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu?Útskrifast með BA og Meistaragráðu í lögfræði og vera kosin forseti bæjarstjórnar í Grindavík 29 ára gömul. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Grillað folaldakjöt með góðri sósu og sætum kartöflum. Hvernig bíl ekur þú?Yaris. Besta minningin?Fjölskyldustundirnar í Helgadal. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir of hraðan akstur og að stoppa ekki á stöðvunarskyldu en orðið mörg ár síðan. Hverju sérðu mest eftir?Hafa ekki farið í skiptinám til Suður-Afríku þegar ég fékk tækifæri til en fór ekki því lítill tími var til undirbúnings. Draumaferðalagið?Ferðast um Afríku. Hefur þú migið í saltan sjó?Nei en ég er fær í flestan sjó. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Smakkað djúpsteiktan heila. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltust af?Hafa átt þátt í því að snúa við erfiðri fjárhagsstöðu Grindavíkur í að vera eitt af best fjárhagslega stöddu sveitarfélögum landsins. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Keppt í Mýrabolta.Bikarúrslitaleikur í körfu 2014 er Grindavík varð bikarmeistari. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Oddvitaáskorunin Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf verið kölluð Bryndís en örfáir nánir vinir mínir kalla mig stundum Bibbu. Ég er 33 ára og er lögfræðingur frá HR og starfa í fyrirtækjaskrá RSK. Áður en ég fór í HR lauk ég stúdentsprófi frá FS og þar var mitt helsta afrek að ná hreinni 10 í stærðfræði 303. Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst körfubolti og síðan tónlist, spil og matargerð. Fullkomið kvöld væri því að borða góðan mat áður en farið er á körfuboltaleik og enda kvöldið í góðum félagsskap yfir spili með góða tónlist í gangi. Ég er stolt af því að vera Grindvíkingur og eins og flestir Grindvíkingar þá tel ég bæjarfélagið vera nafla alheimsins.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Bláa lónið. Hundar eða kettir?Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu?Útskrifast með BA og Meistaragráðu í lögfræði og vera kosin forseti bæjarstjórnar í Grindavík 29 ára gömul. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Grillað folaldakjöt með góðri sósu og sætum kartöflum. Hvernig bíl ekur þú?Yaris. Besta minningin?Fjölskyldustundirnar í Helgadal. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir of hraðan akstur og að stoppa ekki á stöðvunarskyldu en orðið mörg ár síðan. Hverju sérðu mest eftir?Hafa ekki farið í skiptinám til Suður-Afríku þegar ég fékk tækifæri til en fór ekki því lítill tími var til undirbúnings. Draumaferðalagið?Ferðast um Afríku. Hefur þú migið í saltan sjó?Nei en ég er fær í flestan sjó. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Smakkað djúpsteiktan heila. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltust af?Hafa átt þátt í því að snúa við erfiðri fjárhagsstöðu Grindavíkur í að vera eitt af best fjárhagslega stöddu sveitarfélögum landsins. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Keppt í Mýrabolta.Bikarúrslitaleikur í körfu 2014 er Grindavík varð bikarmeistari.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Oddvitaáskorunin Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira