Burt með fordóma! Eitt samfélag fyrir alla! Anna Lára Steindal skrifar 26. maí 2014 14:47 Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góður. Með réttum viðhorfum, staðfestu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og réttláta umgjörð um mannlíf á Akranesi sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, uppruna eða föltun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauðsynlegt að vinna með einstaklingum sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi.FötlunarráðEitt af þeim verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitarfélgöum kom í í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Íslandi þekkir ekki til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdaætlunar um fatlað fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samninga. Þetta bendir til þess að málefni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til samfélagsþáttökum heldur á einhverjum öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Með breyttu viðhorfi má færa mjög margt til betri vegar, jafnvel þó svo að ekki komi til aukið fjármagn frá ríkinu (sem þó ber að leggja áherslu á að gerist). Grundvallaratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefnum fatlaðra og aðgengi til þátttöku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstandendum þess, sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk.InnflytjendaráðÍsland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síðustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kemur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjölbreyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfarin ár gengt forystuhlutverki meðal smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hefur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rannsóknir sýna að fordómar gangvart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan samhug og samstöðu og eitrar samfélagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækfifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okkur öllum betur. Við í Bjartri framtíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrirbyggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreytileikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um málefni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í innflytjendasamfélagið. ÖldungaráðÁ Akranesi einsog annarsstaðar er að verða breyting á aldurssamsetningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mikilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnuframlagi (h)eldriborgara og eftirlaunaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmiskonar sjálfboðastarfi, sem er mikilvæg viðbót við lögbundna félagsþjónustu sveitarfélagsins. Vinnuframlag í sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum möguleika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnaður aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri framtíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hagsmunasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góður. Með réttum viðhorfum, staðfestu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og réttláta umgjörð um mannlíf á Akranesi sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, uppruna eða föltun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauðsynlegt að vinna með einstaklingum sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi.FötlunarráðEitt af þeim verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitarfélgöum kom í í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Íslandi þekkir ekki til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdaætlunar um fatlað fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samninga. Þetta bendir til þess að málefni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til samfélagsþáttökum heldur á einhverjum öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Með breyttu viðhorfi má færa mjög margt til betri vegar, jafnvel þó svo að ekki komi til aukið fjármagn frá ríkinu (sem þó ber að leggja áherslu á að gerist). Grundvallaratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefnum fatlaðra og aðgengi til þátttöku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstandendum þess, sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk.InnflytjendaráðÍsland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síðustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kemur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjölbreyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfarin ár gengt forystuhlutverki meðal smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hefur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rannsóknir sýna að fordómar gangvart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan samhug og samstöðu og eitrar samfélagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækfifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okkur öllum betur. Við í Bjartri framtíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrirbyggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreytileikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um málefni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í innflytjendasamfélagið. ÖldungaráðÁ Akranesi einsog annarsstaðar er að verða breyting á aldurssamsetningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mikilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnuframlagi (h)eldriborgara og eftirlaunaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmiskonar sjálfboðastarfi, sem er mikilvæg viðbót við lögbundna félagsþjónustu sveitarfélagsins. Vinnuframlag í sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum möguleika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnaður aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri framtíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hagsmunasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar