Hvers vegna íþróttir? Gísli H. Halldórsson skrifar 26. maí 2014 14:51 Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar