Bolaflokkurinn Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2014 15:24 Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar