Komdu í kaffi og ég segi þér frá fátækum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 27. maí 2014 15:28 Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar