Samgöngu- og heilbrigðismál ekki stóru málin að mati Elliða Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 13:15 Elliði telur samgöngumál ekki verða stóra málið í komandi kosningum Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27