Kvikmyndahátíð útivistarfólks Rikka skrifar 13. maí 2014 11:30 Banff stuttmyndahátíð útivistarfólks Mynd/Banff BANFF útivistarkvikmyndahátíðin verður haldin í Háskólabíói daganna 13. og 14. maí af Íslenska alpaklúbbnum. Banff er árviss viðburður og er í raun hátíð útivistarfólks þar sem myndir sem eru sýndar koma inn á ýmiskonar útivistarsport svo sem klifur, fjallamennsku, paragliding, hjólreiðar, kayakróður, ævintýramennsku og ýmislegt annað sem útivistarfólk hefur gaman af. Í lok seinna kvöldsins verður sýnd íslensk mynd frá árinu 1984 um klifurleiðangur á Þumal í Skaftafellsfjöllum. Ari Trausti er þar fremstur í flokki, en með honum í leiðangrinum voru Hreinn Magnússon, Árni Árnason, Pétur Ásbjörnsson, Sigurður Á. Sigurðsson, Birkir Einarsson, Höskuldur Gylfason, Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggsson. Myndin hefur einu sinni verið sýnd í Sjónvarpinu (1985) en hvergi annars staðar. Flott mynd sem hefur sögulegt gildi fyrir fjallamennsku á Íslandi. Frekari upplýsingar og dagskrána er hægt að finna á isalp.is/banff Heilsa Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið
BANFF útivistarkvikmyndahátíðin verður haldin í Háskólabíói daganna 13. og 14. maí af Íslenska alpaklúbbnum. Banff er árviss viðburður og er í raun hátíð útivistarfólks þar sem myndir sem eru sýndar koma inn á ýmiskonar útivistarsport svo sem klifur, fjallamennsku, paragliding, hjólreiðar, kayakróður, ævintýramennsku og ýmislegt annað sem útivistarfólk hefur gaman af. Í lok seinna kvöldsins verður sýnd íslensk mynd frá árinu 1984 um klifurleiðangur á Þumal í Skaftafellsfjöllum. Ari Trausti er þar fremstur í flokki, en með honum í leiðangrinum voru Hreinn Magnússon, Árni Árnason, Pétur Ásbjörnsson, Sigurður Á. Sigurðsson, Birkir Einarsson, Höskuldur Gylfason, Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggsson. Myndin hefur einu sinni verið sýnd í Sjónvarpinu (1985) en hvergi annars staðar. Flott mynd sem hefur sögulegt gildi fyrir fjallamennsku á Íslandi. Frekari upplýsingar og dagskrána er hægt að finna á isalp.is/banff
Heilsa Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið