Svona kræktu Reyðarfjörður og Egilsstaðir í Drekamiðstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2014 14:28 Frá iðnaðarhöfninni á Reyðarfirði. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Sameiginlegt markaðsátaks bar svo ávöxt í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hefðu verið valin sem starfssvæði landþjónustu Eykons vegna bæði olíuleitar og olíuvinnslu. Sveitarfélögin tóku höndum saman með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 um að vinna að því að tryggja svæðinu þetta verkefni. Áður höfðu ráðamenn Fjarðabyggðar um eins árs skeið unnið einir að málinu og boðið iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem valkost. Þeim var þá ráðlagt að fá Fljótsdalshérað með í dæmið vegna alþjóðaflugvallar og þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum, eins og hótela og verslana. Í Fjarðabyggð búa um 4.700 manns en þegar Fljótsdalshérað bættist við fór samanlagður íbúafjöldi upp í 8.200 manns. Með því að leggja saman kraftana styrktu sveitarfélögin á Mið-Austurlandi sig í sessi, ekki síst gagnvart Akureyri, en ráðamenn Eykons hafa upplýst að í raun hafi valið aðeins staðið milli þessara tveggja staða. Á þessu stigi er óvíst hvort olíuboranir hefjast á Drekasvæðinu. En fari svo að þar finnist olía gætu áhrifin orðið umtalsverð á því svæði sem þjónustar vinnsluna. Borgir og bæir í Noregi eru nærtæk dæmi en þar varð Stafangur fyrsti olíubærinn. Þar byggðist ekki aðeins upp tækniþjónusta heldur fylgdu í kjölfarið skrifstofur olíufélaga og opinberra stofnana. Þar eru til dæmis bæði höfuðstöðvar Olíustofnunar Noregs og höfðstöðvar Statoil, stærsta fyrirtækis Norðurlanda. Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Norðurslóðir Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Bæjarstjórnir Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs létu gera sérstakt myndband til að kynna sveitarfélögin sem þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu til að sýna á fundum með fulltrúum olíuleitarfélaganna. Sameiginlegt markaðsátaks bar svo ávöxt í byrjun vikunnar þegar tilkynnt var að Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hefðu verið valin sem starfssvæði landþjónustu Eykons vegna bæði olíuleitar og olíuvinnslu. Sveitarfélögin tóku höndum saman með formlegum samstarfssamningi í desember árið 2012 um að vinna að því að tryggja svæðinu þetta verkefni. Áður höfðu ráðamenn Fjarðabyggðar um eins árs skeið unnið einir að málinu og boðið iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem valkost. Þeim var þá ráðlagt að fá Fljótsdalshérað með í dæmið vegna alþjóðaflugvallar og þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum, eins og hótela og verslana. Í Fjarðabyggð búa um 4.700 manns en þegar Fljótsdalshérað bættist við fór samanlagður íbúafjöldi upp í 8.200 manns. Með því að leggja saman kraftana styrktu sveitarfélögin á Mið-Austurlandi sig í sessi, ekki síst gagnvart Akureyri, en ráðamenn Eykons hafa upplýst að í raun hafi valið aðeins staðið milli þessara tveggja staða. Á þessu stigi er óvíst hvort olíuboranir hefjast á Drekasvæðinu. En fari svo að þar finnist olía gætu áhrifin orðið umtalsverð á því svæði sem þjónustar vinnsluna. Borgir og bæir í Noregi eru nærtæk dæmi en þar varð Stafangur fyrsti olíubærinn. Þar byggðist ekki aðeins upp tækniþjónusta heldur fylgdu í kjölfarið skrifstofur olíufélaga og opinberra stofnana. Þar eru til dæmis bæði höfuðstöðvar Olíustofnunar Noregs og höfðstöðvar Statoil, stærsta fyrirtækis Norðurlanda.
Olíuleit á Drekasvæði Fjarðabyggð Norðurslóðir Tengdar fréttir Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15