Oddviti D-listans telur fjárhagsstöðuna góða Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:08 Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira