Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins 9. maí 2014 16:27 Jórunn Einarsdóttir leiðir lista Eyjalistans Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira