Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 32-28 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 22. apríl 2014 14:13 Róbert Aron Hostert er lykilmaður hjá ÍBV. Vísir/Valli ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“ Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira